Foreldrar sex ára stúlku með sjaldgæfa átröskun óttast að hún muni svelta í skólanum eftir að hann bannaði eina matinn sem hún getur borðað. The Sun greinir frá.
Akira Gujadhur er með afar sjaldgæfa átröskun en hún borðar einungis mat frá Kentucky Fried Chicken. Þetta byrjaði allt þegar hún var 8 mánaða og fékk alvarlega sýkingu í háls sem varð til þess að hún hætti að borða.
Akira getur bara borðað svokallaðan popcorn-kjúkling frá KFC og segjast foreldrar hennar hafa eytt þúsundum dollara í að kaupa fyrir hana mat. Akira á að byrja í nýjum skóla í September en starfsfólk skólans leyfir ekki KFC á skólalóðinni. Forsvarsmenn skólans segja matinn óhollan og að skapast geti vandamál fyrir önnur börn með ofnæmi. Á vefsíðu KFC kemur fram að popcorn-kjúklingur innihaldi mjólk, egg, hveiti, glúten og sellerí. Í einum skammt af kjúklingnum eru 285 hitaeiningar og 1,7 gr af fitu.
Herra Gujadhur sem vinnur sem stjórnandi í stóru fjármálafyrirtæki segir að hann gæti þurft að hætta í vinnu sinni svo hann geti sótt dóttur sína í hádeginu og farið með hana á KFC.
Þegar Akira var fyrst greind með þessar átröskun ráðlögðu læknar foreldrum hennar að setja nokkrar tegundir af mat fyrir framan hana og láta hana velja eitthvað. Hún valdi bita af popcorn-kjúklingi og síðan hefur hún neitað að borða nokkuð annað. Henni eru gefin vítamín til þess að ganga úr skugga um að hún fái öll næringarefni sem hún þarf.
Læknar sendu bréf á Kentucky Fried Chicken
Læknar Akiru á St. Thomas-spítalanum skrifuðu KFC bréf og báðu keðjuna um að útvega fjölskyldunni frosinn popcorn-kjúkling til að koma Akiru í gegnum COVID-19 og einangrunina sem fylgdi því.
Talsmanneskja KFC talaði við The Sun og sagði að keðjan hefði útvegað fjölskyldunni mat í apríl.
Akira þurfti að skipta um skóla vegna þess að gamli skóli hennar gat ekki veitt henni þá kennslu sem hún þurfti. Foreldrar hennar útveguðu henni þá pláss í Portfield skólanum í Christchurch. Gujadhurs hjónin áfrýjuðu ákvörðun skólans um að leyfa ekki KFC á lóðinni en töpuðu málinu á sveitastjórnarfundi.
Herra Gudjahur segir fjölskylduna vera í uppnámi vegna málsins og finnst skólinn vera óábyrgur með því að taka þessa afstöðu.
Gamli skóli Akiru átti ekki í neinum erfiðleikum með að gefa henni popcorn-kjúklinginn en þar sem skólinn greiddi matinn og kostaði hann tæpar 350 þúsund krónur á ári gátu þeir ekki boðið Akiru upp á hann lengur.
Herra Gudjahur sagði í samtali við The Sun: „Ég skil ekki þessa ákvörðun. Dóttir mín getur ekki tjáð sig og hún skilur þetta ekki. Yfirvöld eru að segja að hún geti ekki farið í skóla án þess að borða en skólinn segir að hún megi ekki borða það eina sem hún getur borðað. Skólinn er 50 mínútum frá vinnustað mínum og við megum ekki koma með matinn inn í skólann. Í staðinn þurfum við að sækja hana og fara með hana að borða. Konan mín keyrir ekki og ég get ekki tekið mér alltaf frí í vinnunni. Eini valmöguleikinn er þá bara að svelta hana í skólanum.“
Talsmaður skólans sem er skóli fyrir börn með sérþarfir gaf út yfirlýsingu: „Í okkar skóla er forgangsatriði að öllum börnum líði vel og heilsa þeirra og öryggi sé í fyrsta sæti. Undir engum kringumstæðum myndum við setja barn í hættu. Þar sem persónuvernd ríkir getum við ekki tjáð okkur um einstaka mál en í þessu tiltekna máli verðum við að fara eftir dóm sveitarfélagsins.Við erum að vinna með gamla skólanum hennar og fjölskyldunni að því að Akira komi í skólann okkar og aðlagist lífinu þar.“
Popcorn-kjúklingurinn er það eina sem Akira getur borðað
Akira glöð í bragði