fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Unnur Regína
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 33 ára gamla Sarah Mills hefur fengið að kenna á því á Internetinu eftir að hafa deilt færslu um hvernig hún upplifir að vera móðir barna með sérþarfir. The Sun greinir frá.

Sarah, sem er frá Nýju Suður-Wales í Ástralíu, sagði að tvö af þremur börnum hennar væru greind með einhverfu. Hendrix, tíu ára, og Monroe, sjö ára, hafa báðir verið greindir með einhverfu. Hinn þriggja ára gamli Morrison er í greiningarferli. Fylgjendur Mills skiptust í fylkingar eftir að bloggarinn setti inn umdeildan póst um einhverfu á Facebooksíðu sinni. Þar talaði hún um hversu krefjandi væri að vera móðir einhverfra barna.

Þúsund manns hafa líkað við færsluna en skoðanir eru skiptar. Margir lofa Mills fyrir að vera „einlæga“ og „heiðarlega“ á meðan aðrir segja hana tala á neikvæðan hátt um einhverfu.

Í færslunni skrifaði Mills: „Ég elska  börnin mín meira en allt í þessum heimi. En ég hata einhverfu af öllu hjarta. Ég veit sem foreldri einhverfra barna að við eigum að elska einhverfu, við eigum að fagna henni. En í dag get ég það ekki, í dag er ég í áfalli. Ég myndi ekki óska neinum þessari lífsreynslu. Ég er svo reið yfir þessum stimpli, þessu einfalda litla orði sem þýðir að ég eigi að öskra af stolti um einhverfu. Ég bý við fullkomlega ófyrirsjáanlegan, stjórnlausan skapofsa frá barni sem er að verða sterkara, gáfaðra og grimmara með hverju kasti. Þetta er faraldur og fleiri börn greinast með einhverfu hvern einasta dag. Í staðinn fyrir að leita að leiðum til að draga úr þessu eða breyta þessu, þá erum við bara að fagna, viðurkenna og aðlagast einhverfu. Einhverfa er ekki litríkt fyrirbæri sem þarf að fagna. Þetta getur verið algjört helvíti og það hræðir mig hversu eðlilegt þetta er orðið í dag“.

Hatar einhverfu, ekki fólk með einhverfu

Sarah segir mikilvægt að að taka fram að þó hún hati einhverfu þá hati hún ekki einstaklinga sem hafi hana. „Dóttir mín er með exem, ég hata exem. Það þýðir ekki að ég hati fólk sem er með exem,“ segir hún. „Ég hata hvað þetta tekur frá börnunum mínum. Ég hata álagið sem þetta setur á okkur öll. Ég hata að láta stara á mig þegar við erum meðal fólks vegna þess að barnið mitt tekur skapofsakast. Ég hata að vera dæmd, ég hata að fólk segi mér að börnin mín þurfi bara góða rassskellingu. Ég hata að hafa lítinn stuðning og enn minni skilning . Ég hata að fólk tali bara fallega um einhverfu og ekki um andlega áreitið sem fylgir því.“

Mills segir að þó að færsla hennar hafi farið fyrir brjóstið á mörgum og hún hafi fengið hörð viðbrögð þá hafi verið mikilvægt fyrir hana að deila sínum hugsunum til að hjálpa öðrum foreldrum í svipaðri stöðu.

„Einhverfa skilgreinir ekki börnin mín, svo að ég neita að upphefja eitthvað sem kemur þeim í uppnám og lætur þau líða eins og þau séu öðruvísi. Sjónvarpsþættir sýna góðu hliðarnar af einhverfu og við sjáum ekki þær slæmu. Við sjáum ekki þegar verið er að smyrja kúk á veggina, holurnar í veggjunum eftir reiðiköst, bitförin á handleggjum þeirra sem annast einhverf börn, öskrin, gráturinn og alla vinnuna sem þetta felur í sér. Ég hef fengið svo mikið af skilaboðum frá foreldrum sem þakka mér fyrir að setja hugsanir og tilfinningar þeirra í orð. Margir upplifa sig eina og finna þrýsting frá samfélaginu um að þau verði að elska hverja mínútu af því að eiga einhverft barn. Foreldrar verða að heyra að það sé í lagi að elska ekki allar hliðar einhverfu. Að ala upp barn með sérþarfir getur oft verið mjög einmanalegt. Ég vil bara minnka einamanaleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér