Brandon Leake braut blað í sögu Americas Got Talent þáttanna þegar hann steig á svið með frumsamið ljóð.
Leake samdi ljóðið til systur sinnar sem lést árið 1997. „Hún er hér með mér núna“ sagði Leake er hann steig á svið.
Þegar hann kláraði að flytja ljóðið voru dómararnir orðlausir yfir hversu fallegt þetta var. Sofia Vergara táraðist en bróðir hennar, Rafael lést sama ár og systir Leake‘s .
„Ég finn sársauka þinn,ég veit hvernig þetta er. Ég veit hvernig það er að einhver sé tekinn frá manni“sagði Vergara.
Myndbandið getið þið séð hér að neðan.