Suize Vaughan er 43 ára og á tvær dætur, Hettie sem er sjö ára og Bellu sem er níu ára. Hún var frá dætrum sínum í níu vikur til að vera í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19 í Bretlandi.
Í myndbandi, sem birtist fyrst á Twitter, má sjá Suize læðast upp að dætrum sínum. Dætur hennar voru heima hjá systur Suzie, Charlotte, þessar níu vikur.
Just in case you missed it. Here’s the girls being reunited with Mummy after 9 weeks of being away so she could help save lives. Please feel free to share x pic.twitter.com/KhPGNAqwD8
— Charlotte Savage (@Lottsoflove21) June 2, 2020
„Við töluðum um að þetta yrði í mesta lagi mánuður, en í upphafi faraldursins vissi enginn hvað væri fram undan,“ segir Suzie í samtali við The Sun.
„Það var magnað að hitta þær aftur. Ég hef saknað þeirra skelfilega. Mér leið illa þegar þær byrjuðu að gráta en ég er svo fegin að vera komin aftur til þeirra,“ segir Suzie. „Þegar þær fara að sofa þá spyrja þær: „Er mig að dreyma mamma?““
Suzie segir að það hafi verið erfið ákvörðun að vera frá dætrum sínum en nauðsynlegt.
„Ég þurfti bara að minna mig á að með þessu væri ég að tryggja öryggi þeirra, ég hafði áhyggjur að ég myndi koma heim með veiruna,“ segir hún.
„Þetta var mjög erfið ákvörðun en þetta var fórn sem ég þurfti að færa. Það var mjög erfitt að fara frá þeim og ég bjóst aldrei við að ég yrði frá þeim í níu vikur.“
Suize vann tólf tíma dag- og kvöldvaktir í framlínunni gegn COVID-19. En mæðgurnar eru nú sameinaðar á ný.