Að líta vel út á myndum getur verið kúnst. Bandaríska blaðakonan og áhrifavaldurinn Danae Mercer veit allt um það hvernig ákveðnar uppstillingar og birta getur haft áhrif á hvernig við lítum út á myndum. Fylgjendafjöldi Danae á samskiptamiðlinum Instagram hefur rokið upp undanfarið vegna umræðu hennar um hvernig notendur geta „gert sig grennri á netinu“. Rétt er að taka fram að Danae er að vekja athygli á því hversu auðvelt það getur verið að „láta sig líta vel út“ á myndum og því skal hinn almenni borgari aldrei miða sig við ókunnugan á netinu.
Nýlega sagði Danae frá því hvernig „fullkomin lýsing“ getur haft áhrif á hvernig mynd birtist. Hún birti tvær myndir af sér og útskýrði hvernig lýsingin hafði áhrif á hvora mynd fyrir sig.
https://www.instagram.com/p/CB3FC2EJ3Kp/?utm_source=ig_web_copy_link
Á fyrr myndinni felur mjúk birtan appelsínuhúðina og flest slitförin hennar. Á seinni myndinni er Danae í venjulegri hnébeygjustöðu upp við spegilinn. Mjaðmirnar og lærin eru í sólarljósinu til sýnis. Danae segir að rétt notkun á birtu sé í lagi. „Þetta er list og það þarf ekki að skammast sín fyrir það að vilja líta vel út (e. fierce).“ Hún bendir einnig á að munur er á hvernig hún stilli sér upp á myndunum.
„Ég vil líka minna ykkur á að mörgum myndum er breytt.“
Á Instagram síðu Danae má sjá útskýringar til dæmis á því hvernig lýsing er notuð við myndatöku og hvernig áhrifavaldar taka mynd af afturenda sínum.
Í nýjustu færslu Danae talar hún um forrit til að breyta myndum. Birti hún tvær mismunandi útgáfur af mynd af sér þar sem breytingin á myndinni tók tvær mínútur. Hún tók út slitför, breytti rassinum sínum, lýsti upp augun og slétti úr litlu æðinni á enninu. „Á 120 sekúndum varð ég meira skínandi útgáfa af sjálfri mér. Það var ótrúlega auðvelt.“
https://www.instagram.com/p/CB-vQ8rpAGL/?utm_source=ig_web_copy_link