Hjúkrunarfræðingurinn Katie Bishop fær sér nýja plöntu í hvert skipti sem sjúklingur hennar deyr. Hún gerir þetta til að minnast sjúklinganna og sem bjargráð (e. coping skill).
Hún deildi myndbandi í lok maí sem hefur síðan þá vakið gríðarlega athygli.
@katphishhbishhI used to get a new plant every time a patient died… welcome to the jungle. ##stayhome ##covidnurse ##springdiy♬ QUARANTINE CHANGED MY STYLE CHECK – chaseharter
Í myndbandinu má sjá allar plönturnar sem hafa bæst við vegna kórónuveirufaraldursins. „Velkomin í frumskóginn,“ segir hún.
Fjöldi fólks hefur skrifað við myndbandið og þakkað Katie fyrir að vera í framlínunni í baráttunni gegn COVID. Einn netverji segist einnig vera hjúkrunarfræðingur og ætla að gera þetta framvegis. „Ég missti sjúkling í kvöld þannig ég held að ég geri þetta núna,“ segir hann.