fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024

Breytir líkama sínum til að vinna gegn alvarlegu þunglyndi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 12:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Luke er 25 ára og frá Brisbane í Ástralíu. Þegar hún var sextán ára var hún greind með þunglyndi. Til að vinna gegn því byrjaði hún að breyta líkama sínum með því að fá sér tattú, göt og gangast undir fegrunaraðgerðir. Hún segist vera hamingjusöm í dag en áður gat hún ekki litið í spegill því hún hataði sig sjálfa svo mikið. Hún segir frá þessi í þætti Hooked On The Look á YouTube-síðunni Truly.

Amber er með hátt í 600 tattú og hefur meðal annars látið tattúvera augun og klippa tungu sína í tvennt. Hún hefur einnig breytt eyrunum sínum og fengið sér fyllingar í varir og kinnar og látið stækka á sér brjóstin.

Amber kom fyrst fram í þætti Hooked On The Look í október 2019. Myndbandið vakti mikla athygli þar sem Amber sagði frá því að hún hafi orðið blind í þrjár vikur eftir að hafa tattúverað augun.

Sjá einnig: Var blind í 3 vikur eftir að hafa tattúverað augun

Síðan þá hefur Amber nýtt hvert tækifæri til að fá sér nýtt tattú en kórónuveirufaraldurinn hefur sett sitt strik í reikninginn.

„Ég hafði aðeins um þrjá mánuði að fá mér tattú áður en ég vissi að COVID-19 væri að skella á. Ég fékk mér til dæmis svona sætan plástur á nefið,“ segir Amber.

skjáskot/YouTube

Amber aðhyllist satanisma. „Þetta snýst allt um virðingu. Ef þú virðir mig þá virði ég þig. Satanismi snýst að miklu leyti um einstaklingshyggju og að vera óhræddur við að tjá þig og sýna þig. Ég meina, hver er tilgangurinn með að lifa venjulegu lífi. Það er leiðinlegt.“

Næst á dagskrá hjá Amber er fegrunaraðgerðin brazilian butt lift. Þetta er aðgerð þar sem fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. „Margir eru eflaust að velta fyrir sér af hverju ég fer bara ekki í ræktina. Ég er löt,“ segir hún.

Kostar sitt

Amber segir að hún hefur eytt um 4,7 milljónum íslenskra króna í tattú og um 1,8 milljón í ýmsar fegrunaraðgerðir.

„Ég veit að ég hljóma mjög grunnhyggin fyrir að vilja breyta líkama mínum svona. En ímyndaðu þér að hata þig sjálfa svo mikið að þú getur ekki einu sinni litið í spegill. Þú getur ekki stigið fæti út fyrir húsið. Það var skelfilegt að fara í gegnum þetta. Ætli ég sé ekki bara öðruvísi manneskja en ég var. En ég er sterk manneskja í dag,“ segir hún.

Í þættinum kemur vinkona Amber í heimsókn og hylur öll tattú á andliti hennar og hálsi. Amber kemur kærasta sínum á óvart og eru þau bæði sammála um að hún sé fallegri með andlitstattú. Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfesta brottför hans frá Arsenal

Staðfesta brottför hans frá Arsenal
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.