fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Áhrifavaldur skilar einhverfum ættleiddum syni sínum – Var stjarnan þeirra á Youtube

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myka Stauffer byggði YouTube-feril sinn á því að ættleiða einhverfan dreng frá Kína árið 2017. Drengurinn fékk nafnið Huxley og var stjarnan á YouTube-síðu hennar.

Undanfarnar vikur hafa fylgjendur Myku velt fyrir sér hvar Huxley sé niðurkominn. Myka hætti að deila myndböndum og myndum af honum líkt og hún var vön að gera. Fyrir tveimur dögum deildi hún og eiginmaður hennar, James, myndbandi á YouTube og viðurkenndu að Huxley væri kominn til annarrar fjölskyldu, þar sem hún og eiginmaður hennar „réðu ekki lengur við sérstakar þarfir hans.“

Það er óhætt að segja að allt hafi orðið brjálað. BuzzFeed fjallar ítarlega um málið og hafa hjónin verið harðlega gagnrýnda víða um samfélagsmiðla.

Deildu efni á samfélagsmiðla í þrjú ár

Eins og fyrr segir byggði Myka að stórum hluta samfélagsmiðla-feril sinn á því að hafa ættleidd einhverfan strák frá Kína. Hún leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með öllu ferlinu frá a-ö. Hún meira að segja tók upp myndband þegar þau hittu Huxley í fyrsta sinn og hefur það myndband fengið yfir 5,5 milljón áhorf.

https://www.youtube.com/watch?v=TL7nPuAjoRs

Það mætti því segja að Huxley hafi verið meginþema YouTube-síðu hennar. Það leiddi til þess að hún fór í samstarf með ýmsum fyrirtækjum. Hún kom einnig reglulega fram í viðtölum sem málsvari alþjóðlegrar ættleiðingar í fjölmiðlum.

Málið hefur opnað umræðuna fyrir rétt barna til friðhelgi á samfélagsmiðlum. Svokallaðar „fjölskyldu-síður“ (e. family vlog channels) hafa lengi verið umdeildar þar sem foreldrar eru að þéna á börnum sínum með því að gera um þau myndbönd eða hafa þau með í myndböndunum, án þess að börnin hafi eitthvað um það að segja eða skilning á því.

https://www.instagram.com/p/Byd-jKYlXAJ/?utm_source=ig_embed

Sjá einnig: YouTube-stjörnur sakaðar um barnaníð fyrir að refsa dóttur sinni með kaldri sturtu

Lögfræðingar hjónanna, Thomas Taneff og Taylor Sayers, sögðu við BuzzFeed að Huxley hefði ekki verið settur í opinbera fósturkerfið í Bandaríkjunum. Heldur hafi Myka og James ákveðið að „handvelja“ fjölskyldu sem gæti „höndlað sérstakar þarfir Huxley.“

27 myndbönd um ættleiðingarferlið

Myka og James búa í Ohio. Þau hafa deilt lífi sínu á YouTube síðan 2014. YouTube-síða Myku er með yfir 700 þúsund fylgjendur og YouTube-síða fjölskyldunnar er með yfir 330 þúsund fylgjendur. Þegar hjónin byrjuðu að deila lífi sínu á samfélagsmiðlum áttu þau eina dóttur saman og Myka átti dóttur úr fyrra sambandi. Síðan þá hafa þau eignast tvo syni með hefðbundnum hætti.

Árið 2016 deildu Myka og James myndbandi þar sem þau tilkynntu að þau væru að fara að ættleiða dreng frá Kína. Þau sögðust vera einnig að velta því fyrir sér að ættleiða annað barn frá Úganda eða Eþíópíu.

Myka gerði 27 myndbönd um ættleiðingarferlið og þar að auki 13 myndbönd um aðstæður eftir ættleiðinguna (e. adoption updates).

Í sumum myndböndunum sagði Myka frá fjáröflun sem hún og James stóðu fyrir vegna sérstakra þarfa Huxley.

„Réttlæti fyrir Huxley“

Huxley sást síðast á samfélagsmiðlum Myku þann 16. febrúar síðastliðinn. Hún talaði um erfiðleika þess að takast á við sérstakar þarfir hans.

https://www.instagram.com/p/B8pTQEngqhE/

Á mæðradaginn sagði hún að það væri „erfiðasti hátíðardagur“ sem hún hafði upplifað. Fljótlega fóru fylgjendur hennar að velta fyrir sér hvað væri í gangi og hvar Huxley væri.

Sumir fylgjendur stofnuðu Instagram-síður, eins og „Réttlæti fyrir Huxley“ til að þrýsta á Myku að segja sannleikann.

Kona frá New York, sem heldur úti síðunni @MykaStaufferFan, sagði við BuzzFeed að hún hafi spurt Myku út í málið og í kjölfarið hafi Myka „blokkað“ hana samstundis á Instagram.

https://www.instagram.com/p/CAwO4h7j8KA/

Konan deildi myndum og myndböndum af Huxley á Instagram og heimtaði að hjónin myndu tjá sig um málið.

Sögðu sannleikann

Fyrir tveimur dögum deildu Myka og James myndbandi á YouTube og sögðu að Huxley væri ekki lengur hjá þeim, heldur kominn til annarrar fjölskyldu.

James sagði að Huxley væri með nokkrar sérstakar þarfir sem þau „urðu ekki vör við“ þegar þau ættleiddu hann. Hann sagði einnig að í kjölfar fjölda greininga hefðu læknar mælt með því að Huxley yrði settur í aðrar aðstæður.

Þú getur horft á myndbandið þeirra hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=ozthKDdSMZQ

„Þau neyddust til að taka erfiða ákvörðun, en það er staðreynd að þetta er það rétta og ástúðlega að gera fyrir þetta barn,“ segir lögfræðingur hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir upp hjá Inter Miami

Segir upp hjá Inter Miami
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta