Maður borgaði 23 þúsund krónur fyrir allt innihald yfirgefinnar geymslu. Eitt af því sem var inni í geymslunni var stór nítján lítra vatnsflaska stútfull af bandarískri mynt.
Hann taldi myntina í vél og tók upp myndband af ferlinu. Myndbandið hefur slegið í gegn á Facebook-síðu LadBible og fengið yfir 23 milljón áhorf.
Maðurinn giskar að það sé um 430 þúsund krónur í dallinum. Horfðu á myndbandið hér að neðan, ef þú vilt ekki horfa á það þá kemur upphæðin fram fyrir neðan myndbandið.
Það voru 383 þúsund krónur í dallinum.