Ertu að leita að nýjum og skemmtilegum leiðum til að grennast? Sérfræðingurinn Kate Docherty afhjúpar hversu mörgum kaloríum algengustu heimilisstörfin brenna. The Sun greinir frá.
Ef þú ert með stóran garð þá er tilvalið að slá grasið í einn klukkutíma og brenna 418 kaloríum.
Enginn garður? Umpottaður plönturnar þínar í einn klukkutíma og brenndu 162 kaloríum.
Þrífðu bílinn með sápu og svampi og brenndu þannig 234 kaloríum á einum klukkutíma.
Karlmenn brenna yfirleitt um 100 kaloríum í 25 mínútna kynlífi, konur brenna um 69 kaloríum. Sjálfsfróun brennir aðeins um 5 eða 6 kaloríum.
Eldaðu gómsæta máltíð og þú brennir um 150 kaloríum. Enn betra ef um holla uppskrift er að ræða.
Uppvask getur tekið á, sérstaklega ef þú ert að þrífa fitugar pönnur og potta. Ef þú ert með uppþvottavél þá eyðirðu samt um 105 kaloríum í að skola diskana og setja þá í vélina.
Það getur bókstaflega hjálpað þér að léttast að þvo þvottinn þinn. Það fer eftir hversu mikinn þvott þú þværð, en þú getur eytt allt að 148 kaloríum á einum klukkutíma.
Það er ástæða fyrir því að þetta kallast heimilisstörf, þú þarft að vinna fyrir þeim. Moppa, ryksuga og að þurrka af brenna allt að 200 kaloríum á klukkutíma.
Þú eyðir 300 kaloríum á klukkutíma þegar þú málar veggi heimilisins. Þá er ekki einu sinni tekið með í myndina öll húsgögnin sem þú færir fyrir það.