fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025

Missti alla útlimi átján ára en lætur það ekki stoppa sig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaitlyn er 25 ára. Þegar hún var átján ára fékk hún heilahimnubólga og blóðsýkingu af völdum meningókokka bakteríu. Hún varð mjög veik og þurftu læknar að fjarlægja alla útlimi hennar. Hún segir Truly baráttusögu sína og hvernig henni tekst að vera svona lífsglöð í dag.

Foreldrar hennar segja frá því að Kaithlyn hafi verið yndislegt og fyndið barn. Donald, faðir hennar, segir einnig frá því hvernig hún var sem unglingur. Kaithlyn elskaði að fara út að skemmta sér með vinkonum sínum.

Kaithlyn barðist fyrir lífi sínu.

Vildi skemmta sér

„Þegar ég varð fyrst veik þá pældi ég ekki mikið í því. Ég vildi fara út að skemmta mér,“ segir Kaithlyn.

Síðan ágerðist sjúkdómurinn hratt. Fyrstu einkennin voru mikil þreyta. Á nokkrum klukkustundum varð allur líkami hennar fjólublár.

„Læknar sögðu við okkur að þeir voru að gera allt sem þeir gætu, en við ættum að undirbúa okkur undir það versta,“ segir Ian, bróðir hennar.

Móðir hennar glímir við áfallastreituröskun eftir þetta.

Kaithlyn segir frá því hvernig það þurfti sífellt að fjarlægja meira og meira af handleggjum hennar og fótleggjum.

„Það endaði með því að það þurfti að fjarlægja alla útlimi mína,“ segir Kaithlyn.

Förðun hjálpar

„Það hefur tekið mig langan tíma að samþykkja líf mitt eins og það er. Ég held að snyrtivörur og förðun breyti því hvernig ég horfi á mig,“ segir hún. Kaithlyn nýtur vinsælda sem fegurðaráhrifavaldur og hafa förðunarmyndbönd hennar hafa slegið í gegn á YouTube.

Móðir hennar segist glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa þurft að horfa á dóttur sína berjast fyrir lífi sínu. Hún er stolt af þeirri manneskju sem dóttir hennar er í dag.

„Ég gleymi því að hún sé hvorki með fætur né hendur því hún kvartar ekki og lætur bara verkin tala,“ segir móðir hennar.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja þetta nú líklegustu niðurstöðuna

Segja þetta nú líklegustu niðurstöðuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eva Georgs Ásudóttir ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV

Eva Georgs Ásudóttir ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.