fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Hún vissi ekki að hún væri ólétt af tvíburum – Sjáðu augnablikið þegar hún fær barnið í hendurnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 09:26

Myndir/Skjáskot: The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyndsey Altice gat ekki beðið eftir að hitta dóttur sína í fyrsta skipti. En þegar kom að fæðingunni fékk hún heldur betur óvæntan glaðning.

Tveimur mínútum eftir að Lyndsey fæddi dóttur sína, fæddi hún hina dóttur sína. Hún hafði ekki hugmynd um að hún ætti von á tvíburum þar sem aðeins eitt barn sást á öllum sónarmyndum. Hún segir The Sun sögu sína.

Eldri tvíburinn fékk nafnið Ada Maze og systir hennar fékk nafnið Billie June.

Systir Lyndsey náði myndum af þessu ótrúlega augnabliki, þegar Lyndsey áttaði sig á að hún hafi eignast tvíbura.

Augnablikið þegar Lyndsey áttaði sig á að hún hafi eignast tvíbura. Mynd: Skjáskot/The Sun

Lyndsey fæddi börnin í fæðingarlaug á spítalanum. Hún og eiginmaður hennar, Wesley, horfðu á hvort annað í algjöru áfalli þegar Billie June kom í heiminn.

„Ég var strax með mínar efasemdir þegar ég fékk Adu í fangið. Mér fannst skrýtið hvað hún væri lítil,“ segir Lyndsey.

Lyndsey var búin að þyngjast helmingi meira en hún hafði gert á fyrri meðgöngu.

Lyndsey og Wesley áttu fyrir soninn Django sem var helmgini stærri við fæðingu en Ada.

„Ég var búin að þyngjast tvöfalt meira á meðgöngunni en á fyrri meðgöngun, þannig ég skildi ekki af hverju Ada var svona lítil,“ segir hún.

Ótrúleg tilfinning.

Eftir að Ada kom í heiminn leið stutt stund þar til Lyndsey fann þörf til að halda áfram að rembast. Hún segir að hún hafi ekki geta lýst því með orðum hvað væri að gerast, hún bara vissi að hún væri að fara að eignast annað barn.

Hún getur ekki lýst því með orðum hvernig henni leið á þessu augnabliki.

„Það voru allir í herberginu í sjokki. Eiginmaður minn var í áfalli, systir mín var að taka myndir og ég held að ekkert okkar hafi haft hugmynd um hvernig okkur ætti að líða. Ég var sjálf í áfalli. Þetta var mjög yfirþyrmandi og ég ákvað að vera bara í augnablikinu. Ég held að andlit mitt segi alla söguna. Ég hef örugglega slegið heimsmet í að öskra oftast  „guð minn góður“ á tíu mínútum,“ segir hún.

Lyndsey og fjölskyldan eru mjög hamingjusöm í dag og myndu ekki vilja breyta neinu.

Ada Maze og Billie June.

Sást ekki á sónarmyndum

Lyndsey á upptöku af ómskoðun frá meðgöngunni. Hún sér aðeins eitt barn á upptökunni, þó svo að hún viti að þau séu tvö.

„Ég held að ástæðan fyrir því að aðeins eitt barn hafi sést var því það var ekki verið að leita að tveimur börnum. Ég held að ef það hefði verið leitað að tveimur börnum, þá hefðu þau fundið tvö,“ segir hún.

Hamingjusöm móðir.

„Ég elska að skoða myndirnar frá fæðingunni því mér finnst þær sýna nákvæmlega hvernig mér leið,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“