Hin 73 ára gamla Joan MacDonald sýnir það svo sannarlega að það er aldrei of seint að byrja. Eftir að læknar sögðu að hún þyrfti að tvöfalda lyfjaskammtinn sinn ákvað hún að taka málin í eigin hendur. Á þremur árum tókst henni að komast í besta form lífs síns.
Joan hefur verið á forsíðum fitness tímarita og er með yfir 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar hefur hún verið mjög opin um sitt fitness-ferðalag og hversu erfitt það var að taka fyrstu skrefin.
https://www.instagram.com/p/B8Pn_QAHHta/
Þegar Joan var sjötug var hún að eigin sögn „reið, pirruð og gigtveik og í mikilli yfirþyngd.“ Hún segir frá þessu í viðtali við Shape.
Á sama tíma fór heilsu móður hennar hrakandi og áttaði Joan sig á því að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum.
Dóttir Joan er jógakennari, keppir í kraftlyftingum og er atvinnukokkur. Hún hjálpaði móður sinni að ná markmiðum sínum. Joan byrjaði að lyfta, ganga og stunda jóga.
„Ég ákvað að ég gæti þetta og neitaði að hætta sama hversu erfitt þetta yrði,“ segir hún. „Ég tók bara einn dag í einu, gerði mitt besta, leyfði mér að gera mistök og neitaði að gefast upp.“
Joan hefur í heildina misst 28 kíló og bætt við sig helling af vöðvum. Hún er við hestaheilsu og þarf ekki að taka inn nein lyf. Þú getur fylgst með ferðalagi hennar á Instagram.
Sjáðu fleiri myndir af þessari mögnuðu konu hér að neðan.