fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Það er mikill losti innra með þér og þú þarft að fá útrás fyrir hann

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. mars 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 8. – 14. mars

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Það er einhver valdabarátta á vinnustað þínum á milli þín og annarrar manneskju og þú ætlar sko ekki að láta undan, sama hvað það kostar. Mundu samt að sýna skynsemi því oft vægir sá er vitið hefur meira. Það er auðvelt að binda enda á þessa baráttu ef þið hættið að metast og vinnið frekar saman.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú þarft að vera sérstaklega vel vakandi fyrir smáatriðum þessa vikuna, kæra naut. Einfaldlega vegna þess að ef þú missir sjónar á mikilvægu máli þá getur það blásið upp og sprungið í andlitið á þér. Þá er líkaminn einnig að reyna að segja þér eitthvað og þú skalt hlusta vel á alls kyns verki og eymsli.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það er mikill losti innra með þér og þú þarft að fá útrás fyrir hann. Þú skalt samt fara varlega í að treysta hverjum sem er til að losa um spennu með ef þú ert einhleyp/ur. Það sama á við ef þú ert að spá í fjárfestingar. Ekki treysta hverjum sem er og kafaðu vel ofan í málin áður en þú lætur slag standa.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú ætlar að demba þér út úr þægindarammanum og kanna villtu hliðina þína. Eitt skaltu þó hafa hugfast, þótt það sé alltaf gaman að ögra sjálfum sér – hugsaðu aðeins út í afleiðingar gjörða þinna og hvernig þær koma við þína nánustu. Auðvitað ert þú í fyrsta sæti, en það er ekki gott að særa aðra með framhleypni.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ert örlát/ur að eðlisfari og þar verður engin breyting á þessa vikuna. Örlæti er ekki alltaf fólgið í peningum og þú gefur svo mikið af þér tilfinningalega að það kemur niður á tilfinningalífi þínu. Þú hefur verið óviss um ákveðna manneskju sem stendur þér nærri um nokkurn tíma og færð grunsemdir þínar staðfestar í vikunni.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú færð nýjan kraft í vikunni og það var fyrir löngu kominn tími til. Þú hefur verið að vanmeta sjálfa/n þig og tala niður til þín um nokkra hríð. Nú einsetur þú þér hins vegar að fá aftur trú á þér sjálfri/sjálfum og einbeita þér að því að gera það sem veitir þér gleði. Út með stress og leiðindi – inn með hamingjuna!

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það er auðvelt að kenna öðrum um þína eigin óhamingju en erfiðara er að horfast í augu við að þú eigir hlut að máli. Þú hefur loksins fundið beintengingu í þínar eigin tilfinningar og gerir upp ýmislegt í fortíðinni sem er nauðsynlegt að gera upp. Dökkt ský hefur umlukið þig, en nú hverfur það á braut, smátt og smátt.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú þarft að forgangsraða því þú getur ekki verið allt í öllu. Þetta gífurlega álag mun einungis koma illa niður á þér fyrr en síðar og það er mikilvægt að þú takir nokkur skref aftur á bak og ákveðir hvað skiptir mestu máli. Þú þarft í raun bara að svara einni spurningu: Hvað veitir þér mesta lífshamingju?

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú þarft hugsanlega að taka stóra ákvörðun fyrri hluta vikunnar sem tengist miklum peningum. Þú skalt því fara vel yfir fjármál þín og virkilega íhuga hvort þú getir séð af svo miklu fé og hvort það muni borga sig. Þetta er ákvörðun sem þú ein/n getur tekið, en gott er að leita ráða hjá fjármálalæsum vinum.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú þarft að setja ákveðnum ættingja skýr mörk og ekki láta vaða yfir þig eða segja eitthvað sem þú meinar ekki eða vilt ekki. Þessi ættingi hefur gengið á þig og látið þig heyra um öll heimsins vandamál. Nú þarft þú að grípa í taumana og koma þessum ættingja til þartilgerðra ráðgjafa.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú átt í einhverjum samskiptaörðugleikum við nágranna, vini eða samstarfsfélaga. Þú þarft að passa þig á að vera ekki dregin/n inn í aðstæður sem varða þig ekki. Það getur reynst þér dýrkeypt að skipta þér af þessum málum sem geta auðveldlega breyst í hatramma deilu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú ákveður að brjóta odd af oflæti þínu og grafa stríðsöxina í máli sem hefur reynt mikið á þig. Þannig endurheimtir þú kæran vin sem þú hefur saknað, ó, svo mikið. Þetta mál situr samt sem áður í þér og þú gleymir ekki alveg strax en kemst að því að vináttan var dýrmætari en þetta þvaður.

Afmælisbörn vikunnar

8. mars – Siggi Hlö útvarpsmaður, 52 ára
10. mars – Ágúst Ólafur Ágústsson stjórnmálamaður, 43 ára
11. mars – Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona, 32 ára
12. mars – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, 45 ára
13. mars – Jón Þór Ólafsson stjórnmálamaður, 43 ára
14. mars – Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona, 68 ára
14. mars – Helga Vala Helgadóttir stjórnmálakona, 48 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.