Áhrifavaldurinn Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, oft kallaður Gummi „kíró“, eru heitasta par bæjarins og því lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman, ef litið er til stjörnumerkjanna.
Gummi er bogmaður en Lína er fiskur. Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast þegar þau sameina krafta sína. Bogmaðurinn er hugsuður, heimspekingur og fer auðveldlega úr einu í annað. Fiskurinn horfir meira inn á við og er í sífelldri sjálfsskoðun. Að einhverju leyti er hér um að ræða algjörar andstæður og því finnst sumum þau vera ólíklegt par. Hins vegar eru góðar líkur á að hér fæðist afar heilbrigt og gott samband, ef þau gefa sér tíma til að sinna því.
Þar sem bogmaðurinn er mjög opinn og félagslyndur þá er hann oft fljótur að grípa til varna fyrir hlédræga fiskinn. Stundum er það gott, stundum er það vont. Hins vegar nær fiskurinn að sýna bogmanninum hvernig á að slaka á og einbeita sér að einum hlut í einu.
Fiskurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og samkennd. Því á hann auðveldara en flest merkin með að umbera sveimhugann bogmanninn. Bæði merki þrá að kanna heiminn og uppgötva eitthvað nýtt. Þau eru bæði mjög vinnusöm og ef þau stilla saman strengi gætu þau gert eitthvað stórkostlegt saman.
Gummi „kíró“
Fæddur: 10. desember 1980
Bogmaður
-örlátur
-hugmyndaríkur
-húmoristi
-heiðvirður
-lofar upp í ermina á sér
-óþolinmóður
Lína Birgitta
Fædd: 6. mars 1991
Fiskur
-samúðarfull
-listræn
-blíð
-gáfuð
-píslarvottur
-treystir of mikið