fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025

Sjáðu hvernig sýklar dreifa sér

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 20. mars 2020 20:30

Áhugaverð tilraun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er talað um lítið annað en kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fólk horfir á fréttir, fylgist með öðrum fjölmiðlum og aflar sér upplýsinga á netinu. Á YouTube má skoða lista yfir vinsælustu myndböndin þessa stundina á Íslandi (e. trending). Efstu þrjú myndböndin snúa að kórónuveirunni og eru samtals með yfir 15 milljón áhorf.

Eitt myndbandið sýnir hvernig sýklar dreifa sér og hefur fengið hátt í átta milljón áhorf á einum sólarhring.

„Ég held að við myndum fara mun varlegar ef við myndum sjá sýklana í kringum okkur,“ segir Mark Rober, maðurinn á bak við myndbandið.

Hendur Marks í venjulegu ljósi.

Því miður er það ekki hægt, svo að Mark ákvað að framkvæma tilraun í skólastofu nemenda í þriðja bekk. Hann notaði duft sem kallast „glow germs“ sem virkar þannig að í venjulegu dagsljósi sést duftið ekki, en í útfjólubláu ljósi sést það. Duftið færist yfir á allt sem þú snertir, svo það gefur manni ágætis hugmynd um hvernig sýklar dreifa sér.

Hér má sjá efnið undir útfjólubláu ljósi.

Af öllum krökkunum voru aðeins fjórir krakkar með duftið á höndunum, án þess að vita af því.

Niðurstöður tilraunarinnar voru sláandi. Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að sýklum er að þvo sér um hendur og ekki snerta andlitið. Mark tók það fram að það væri mjög mikilvægt að þrífa einnig hluti eins og símann. Fólk á það til að leggja frá sér símann, þvo sér um hendur og taka aftur upp símann. Síminn okkar safnar sýklum eins og hver annar hlutur eða yfirborð sem við notum mikið.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Mundu að þvo þér um hendur og ekki snerta á þér andlitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað snýr upp og hvað snýr niður í máli Ásthildar Lóu?

Hvað snýr upp og hvað snýr niður í máli Ásthildar Lóu?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið – Tveim konum sleppt úr haldi

Manndrápsmálið – Tveim konum sleppt úr haldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta ástæða þess að allt fór í bál og brand?

Er þetta ástæða þess að allt fór í bál og brand?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.