Hjartnæmt augnablik á milli feðga hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Sonur er að heimsækja föður sinn á elliheimili, en eins og á mörgum öðrum stöðum eru allar heimsóknir á elliheimili bannaðar vegna COVID-19.
Sandy Hamilition, frá Minnesota í Bandaríkjunum, vinnur á elliheimili. Hún varð vitni að þessu fallega augnabliki og ákvað að taka mynd af því og deila með öðrum.
Þessi sonur heimsækir pabba sinn á hverjum degi, situr fyrir utan gluggann og talar við hann í gegnum síma.
Sandy segist hafa fengið leyfi frá feðgunum til að deila myndinni á Facebook. Myndin hefur vakið gríðarlega athygli og hafa yfir 250 þúsund manns deilt henni áfram. Fjölmargir hafa skrifað við myndina og dást að sambandinu á milli feðganna.