Sálfræðingurinn Guðlaug Marion bjó til fræðsluefni um COVID-19 fyrir börn. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila því áfram með lesendum sem geta þá miðlað því áfram til barna sinna. Sagan er byggð á bók eftir Manuelu Molina.
Guðlaug starfar sem sálfræðingur hjá Kópavogsbæ og Háskóla Íslands.
„Það er umtalsvert af fræðsluefni fyrir fullorðna fólkið um COVID-19 en minna fyrir börnin okkar. Ég ákvað að setja saman litla sögu sem hægt er að lesa með börnum og ákvað að deila því ef einhver gæti nýtt sér,“ segir hún í færslu á Facebook sem hefur vakið gríðarlega athygli á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í birtingu.