fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Tilfinningaþrungnar myndir – Fæddi andvana fóstur heima

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan @EmpoweredBirthProject birti nýverið tilfinningaþrungna myndaseríu af konu fæða andvana fóstur heima hjá sér.

Við viljum vara við myndunum, þær gætu framkallað viðbrögð hjá konum og öðrum sem hafa gengið í gegnum fósturmissi (e. Trigger Warning). Myndirnar eru mjög lýsandi og raunverulegar. 

Hjúkrunarfræðingurinn og fæðingarþjálfinn (e. doula) Katie Vigos er umsjónamaður síðunnar. Hún stofnaði síðuna árið 2014 til að fræða konur um fæðingu. Hún barðist lengi við Instagram vegna síðu sinnar, eða frekar vegna myndefnisins sem hún deildi þar. En Katie vildi sýna hvernig fæðingar líta raunverulega út, eins ólíkar og þær geta verið. Í desember 2017 fékk hún nóg af ritskoðun samfélagsmiðla.

Sjá einnig: Fæðingarmyndirnar sem Instagram vildi ekki að þú myndir sjá

Katie barðist fyrir því að fæðingarmyndir væru endurskilgreindar sem fræðsluefni á Instagram frekar en að vera flokkaðar með „klámi, ofbeldi, blótsyrði“ og öðru sem miðillinn taldi sem „of dónalegt fyrir almenning.“

https://www.instagram.com/p/B531d93psDy/

Aktívismi Katie borgaði sig og í dag eru fæðingarmyndir í allri sinni dýrð leyfilegar á Instagram.

Instagram-síða Katie, @EmpoweredBirthProject, skartar nú alls konar fæðingarmyndum. Myndir af náttúrulegri fæðingu, keisaraskurði, fæðingu í vatn og listinn heldur áfram. Myndirnar gefa konum, verðandi foreldrum og öllum öðrum betri sýn á hvernig fæðing lítur raunverulega út.

Fósturlát

Katie birti nýverið tilfinningaþrungna myndaseríu af konu fæða andvana fóstur. Fóstrið hafði hætt að stækka við fjórtán vikur og kom það í ljós mánuði seinna. Fregnunum fylgdi mikil sorg og var konunni gefnir nokkrir valkostir fyrir framhaldið. Hún hafði fætt bæði börnin sem hún átti fyrir heima og ákvað að gera slíkt hið sama með fóstrið.

Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

https://www.instagram.com/p/B8O6uLcpNjM/

Ashley segir að það sem var erfiðast að undirbúa fyrir fæðinguna var hvað þau myndu sjá þegar fóstrið var fætt.

„Við gátum engan veginn búið okkur undir hvernig það myndi líta út eða hvernig ég myndi bregðast við, og í hjarta mínu fannst mér ég þurfa að snerta líkama barnsins. Mér fannst ég þurfa að horfa, snerta, virða og hugsa um líkamann. En ég var líka meðvituð um að mér gæti þótt það ógeðslegt eða orðið hrædd við hvernig líkaminn myndi líta út,“ segir hún en á þessum tímapunkti var kominn mánuður síðan fóstrið dó.

Ashley var sett af stað til að fæða fóstrið og fæddi það í stofunni heima hjá sér með eiginmann sinn sér við hlið.

„Við hefðum ekki getað óskað okkur að þetta gengi betur upp. Við vorum umkringd ástvinum. Við fengum að syrgja en einnig fagna. Þetta var ótrúleg upplifun, einhver sem ég myndi aldrei biðja um, en ekki upplifun sem ég gæti gefið til baka, nú þegar ég hef átt hana. Mér finnst eins og þetta hafi verið gjöf og ég er þakklát fyrir hana,“ segir Ashley um fæðinguna.

Hún fer ítarlega yfir alla fæðinguna á vefsíðu ljósmyndarans sem var viðstaddur. Þú getur lesið sögu hennar hér og skoðað fleiri myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér