Svakalegt myndband sýnir hvað getur gerst þegar þú notar eyrnapinna. Myndbandið er frá heyrnafræðingnum Neel Raithatha, sem kallar sig „Vax hvíslarann“ (e. The Wax Whisperer) á YouTube.
Neel deilir myndböndum þar sem hann er að fjarlægja vax og aðra hluti úr eyrum fólks. Í einu nýlegu myndbandi hans má sjá hann fjarlægja hluta af bómullareyrnapinna úr eyra sjúklings.
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
„Sjúklingurinn var með eyrnabólgu og var að nota eyrnapinna til að slá á kláðann,“ sagði Neel í samtali við The Sun.
Hins vegar varð bómullarhluti eyrnapinnans eftir í eyra mannsins sem upplifði í kjölfarið mikinn sársauka og óþægindi.
Neel hefur fjarlægt trjágrein, brot úr greiðu, lok af penna, eyrnalokk og margt annað úr eyrum sjúklinga sinna. Yfir 150 þúsund manns fylgja honum á YouTube og hafa myndböndin hans fengið samtals yfir 120 milljón áhorf.