Kylie Jenner er þekkt fyrir að hafa langar gervineglur, svo langar að hún hefur meira að segja verið „mömmu-smánuð“ (e. mom-shamed) fyrir það. Fólk spyr sig hvernig hún fer að því að sinna barninu sínu með svona langar neglur, er það yfirhöfuð hægt?
Fjölmiðlakonan Hannah Williams ákvað að komast að því. Hún vinnur fyrir BuzzFeed og titlar sig sem „ágætasta móðir í heimi.“
Hannah á þrjú börn og það yngsta er aðeins nokkurra vikna gamalt. Hún fékk sér langar neglur og þá hófst tilraunin. Hún var mjög hrifin af nöglunum, fannst hún afar glæsileg með þær. En það leið ekki að löngu þar til kom að að fyrstu hindruninni, að losa bílbelti sonar síns. Síðan kom að því að skipta um bleyju og var það ekki síður erfitt.
Sjáðu hvernig henni gekk í myndbandinu hér að neðan.