fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Hún er 25 ára og hann er 70 ára – Stolt af sambandinu: „Fólk getur verið svo hræðilegt“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stef er 25 ára. Eiginmaður hennar, Don, er 70 ára. Þau hafa verið saman í fimm ár, gift í eitt ár og eiga saman son.

Þau segjast finna reglulega fyrir fordómum gagnvart sambandi sínu en láta það ekki stoppa sig. Þau segja Barcroft TV sögu sína.

Elskaði hann strax

Stef var að vinna á bar þegar hún kynntist Don.

„Ég elskaði hann um leið og ég sá andlitið hans. Þetta var mjög skrýtið því ég hugsaði: „Þessi gaur er allavega 30 árum eldri en ég.“ En mér fannst hann svo myndarlegur og sjarmerandi, æi ég veit ekki. Ég var svo hamingjusöm í hvert skipti sem hann kom á barinn,“ segir Stef.

„Allir ættu að vera með einhverjum sem er 45 árum eldri en þeir.“

Stef var aðeins tvítug þegar þau kynntust.

Fjölskyldan ekki hrifin

Fjölskylda Stef átti mjög erfitt með að samþykkja sambandið, sérstaklega þar sem Stef var aðeins tvítug á þessum tíma.

„Mamma mín var alls ekki hrifin af þessu, ekki heldur pabbi né bróðir minn. Þannig það var enginn með Don í liði,“ segir Stef.

„Þetta var frekar sjokkerandi, þar sem Don er jafngamall og pabbi hennar,“ segir Janet, móðir Stef.

„En við sögðum henni aldrei að hitta hann ekki, en hún vissi að við vorum ekki ánægð með þetta.“

Stolt

Hjónin segjast verða fyrir miklum fordómum vegna sambandsins. Þegar Don er út á göngu með syni sínum leiðréttir hann ekki fólk sem heldur að hann sé afabarn hans. Hins vegar segist Stef vera „háróma og stolt“ af sambandinu.

„Fólk var svo hræðilegt, alveg virkilega hræðilegt. Ég á enn erfitt með að trúa því,“ segir Stef.

„Ein helsta ranghugmyndin sem fólk hefur um mig er að ég sé í sambandinu fyrir lífstrygginguna eða ég sé „gull-grafari“ (e. gold digger), sem er bara fáránlegt. Við búum í húsi sem pabbi minn gaf okkur og ég er með vinnu.“

Óumflýjanlegt

Hjónin eru meðvituð að með aldursmuninum fylgi óhjákvæmileg afleiðing.

„Nokkrir í vinahópnum mínum sem hittast í bjór eru farnir að deyja. Ég hef aldrei verið hræddur við það að deyja. Þetta bara gerist,“ segir Don.

„Ég skal reyna að gefa þér einhverja aðvörun,“ segir hann við Stef

„Ég sagði við hann: „Ekki voga þér að deyja í svefni.“ Ég yrði svo reið,“ segir Stef.

Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjóðin að missa sig yfir frammistöðu Strákanna okkar í fyrri hálfleik – „Gæsahúð“

Þjóðin að missa sig yfir frammistöðu Strákanna okkar í fyrri hálfleik – „Gæsahúð“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“