fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025

Léttist um 181 kíló og þyngdist um það allt aftur og meira

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. febrúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David léttist um 181 kíló á tveimur árum og varð vinsæll einkaþjálfari. Á nokkrum árum þyngdist hann aftur og varð þyngri en nokkurn tíma áður. 

Margir segja að það sé ekki það erfiðasta að léttast, heldur halda þyngdinni í burtu. David, 43 ára, þekkir það betur en nokkur annar. Honum tókst að missa 181 kíló og þyngjast aftur og meira en það.

David var gestur hjá Dr. Phil á dögunum. Hann segir frá því hvernig honum tókst að létta sig svona gífurlega, verða einkaþjálfari og meira að segja var hann umfjöllunarefni heimildaþáttar vegna þyngdartaps síns.

Fljótlega eftir að tökum lauk byrjaði David að fylgja gömlum venjum. Í kjölfarið blossaði matarfíknin upp aftur og hann endaði aftur á byrjunarreit. Í dag hefur matarfíknin tekið yfir líf hans.

David missti 181 kíló.

„Ekki aðeins skammast ég mín fyrir að fara út úr húsi, heldur er ég dauðhræddur að geta ekki staðið í fæturna og detta,“ segir David.

Vegna þessa eyðir David dögum sínum innilokaður á heimili sínu að horfa á sjónvarpið og borða.

„Venjulegur dagur hjá mér er alltaf eins. Ég vakna, tek lyfin mín fyrir blóðþrýsting, sykursýki og þvagsýrugigt. Síðan spila ég tölvuleiki eða horfa á sjónvarpið, fer á fætur og fæ mér eitthvað að borða. Nokkrar tortillur með smjöri, smá ost,“ segir David og viðurkennir að hann borðar allt að 250-450 grömm af osti á dag.

„Fæ mér líka salami, einn til tvo Gatorade drykki og þrjár til fjórar pepsi flöskur á dag,“ segir hann og bendir síðan á þvottakörfu í herberginu sínu þar sem hann geymir kex, nammi og gos.

David þurfti að baða sig úti.

Fyrir tveimur árum síðan var David þyngri en hann er í dag og þurfti að baða sig úti.

„Þrátt fyrir að skammast mín fyrir að þurfa að baða mig úti þá stoppaði það mig ekki að borða heila pítsu,“ segir hann.

Árið 2003 var hann 286 kíló. Hann hafði samband við sjónvarpstofu í bænum sínum sem sendi honum einkaþjálfara sem hjálpaði honum að verða 104 kíló. Árið 2008 var hann einkaþjálfari og frekar þekktur í bænum vegna þyngdartaps síns. Framleiðendur sjónvarpsstöðvar höfðu samband við hann og vildu fjalla um hann.

„Ég vissi ekki að þátturinn myndi verða kallaður „650 lb virgin,““ segir David.

„Eftir þáttinn byrjaði ég að borða aftur í laumi. Ég var þessi „þyngdartaps-stjarna“ og var að borða Ben and Jerry‘s og tortilla snakk í laumi,“ segir David.

„Ég endaði á því að þyngjast aftur og missti vinnuna sem einkaþjálfari. Þegar ég var léttari var fólk alltaf að segja við mig: „Vá þú lítur svo vel út David.“ En í mínum huga var ég ekki nógu góður og ógeðslegur.“

Faðir Davids hjálpaði honum að komast til Dr. Phil en það var hægara sagt en gert. David getur ekki ferðast með flugvél né setið í meira en fimmtán mínútur í einu. Systir Davids er einnig í mikilli ofþyngd og reynir Dr. Phil að hjálpa henni líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.