Myndband af ungum dreng sem hefur orðið fyrir skelfilegu einelti fer eins og eldur í sinu um netheima. Drengurinn, Quadem er ástralskur og fæddist með sjúkdóm sem veldur því að hann er mjög lágvaxinn. Hann vill deyja því hann getur ekki meira.
Móðir hans, Yarraka Bayles, deildi myndbandinu á Facebook og segir í byrjun þess að með myndbandinu vill hún sýna skelfilegar afleiðingar eineltis.
„Ég á son sem er í sjálfsvígshugleiðingum nánast hvern einasta dag,“ segir Yarraka.
Eins og fyrr segir hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netheima og brotið hjörtu um allan heim. Myndbandið hefur fengið yfir 18 milljón áhorf og hafa margir lýst yfir stuðningi sínum. Það hefur verið stofnuð GoFundMe-síða fyrir hann til að senda hann til Disneyland.
Quaden – you’ve got a friend in me. #BeKind @LokelaniHiga https://t.co/8dr3j2z8Sy pic.twitter.com/jyqtZYC953
— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020
Stjörnur á borð við leikarann Hugh Jackman hafa einnig opinberlega lýst yfir stuðning sínum á drengnum. Myndbandið hefur líka vakið mikla athygli á íslenskum samfélagsmiðlum síðastliðinn sólahring.