Langar þig að taka hina fullkomnu rassamynd? Áhrifavaldurinn Danae Mercer sýnir hvernig á að gera það í sex einföldum skrefum.
Dana er dugleg að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á Instagram og sýna hvað er í raun á bakvið glansmyndina á samfélagsmiðlum.
https://www.instagram.com/p/B6Dme3Ep36u/
Hefurðu einhvern tíma pælt í því hvernig áhrifavaldar ná svona góðri mynd alltaf af rassinum sínum? Dana sýnir hvernig er hægt að gera það, en þetta snýst allt um sjónarhorn og stellingu.
„Það er mikilvægt að muna að mjög fáir ganga um með svona rosalega rassa eins og maður sér á netinu. Sumir æfa alveg rosalega eða eru með þetta í genunum. En svo eru það þeir sem kunna á myndavélina. Mundu að það sem þú sérð á Instagram og samfélagsmiðlum er ekki raunverulegt,“ segir hún.
https://www.instagram.com/p/B78ajF4JVx8/
Dana sýnir líka hvernig áhrifavaldar fara að því að fela útblásinn maga.
https://www.instagram.com/p/B8TrzjPJy0g/