fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 5. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 5. – 11. janúar

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert alltaf að flýta þér að næsta punkti en ekki loka dyrunum að árinu 2019 of fast á eftir þér. Þú skalt taka þér tíma að skoða árið í heild sinni og hnýta hnúta á lausa enda sem eru að bögga þig. Þú færð bráðum gullið tækifæri til að gera upp gamalt mál og þú skalt nýta það út í ystu æsar.

Naut
20. apríl–20. maí

Þú ert fegin/n að það er komið nýtt ár, nýr áratugur. Það er tækifæri fyrir þig að byrja á einhverju sem er búið að krauma innra með þér í dágóðan tíma. Eitthvert verkefni eða áskorun sem þú ætlar þér að ná. Þú kynnist nýju fólki í kringum þetta, sem á eftir að hjálpa þér að komast enn lengra en þig hafði dreymt um.

Tvíburar
21. maí–21. júní

Búðu þig undir ansi fjörugan janúarmánuð, allavega fyrri helminginn af honum. Þér er boðið á alls kyns uppákomur og í samkvæmi sem létta svo sannarlega lundina. Þú kynnist merkilegri manneskju á einum af þessum viðburðum; manneskju af sama kyni sem þú laðast að. Þú veist ekki hvað þú átt að gera við þessar tilfinningar en ákveður að fylgja þeim í blindni.

Krabbi
22. júní–22. júlí

Vinir þínir og/eða maki eru að undirbúa eitthvað svakalegt geim þér til heiðurs og segja þér frá því þegar þú átt síst von á. Svo ertu búin/n að strengja áramótaheit og gengur alveg herfilega illa að standa við það. Ekki hafa áhyggjur af því þar sem þetta áramótaheit er alveg afspyrnuheimskulegt.

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Það er mikil rómantík og ástríða í þínum kortum, ástríðufulla ljón. Það logar allt í svefnherberginu af losta og þú færð bara ekki nóg af maka þínum eða elskhuga. Þú skalt njóta þess að vera hömlulaus í smá stund og gera bara nákvæmlega það sem þér dettur í hug, með samþykki rekkjunautarins.

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Það hefur mikið mætt á þér síðustu mánuði og þú ert fegin/n að skilja við árið 2019. Þú tekur árinu 2020 fagnandi en samt full/ur efasemda, eins og þín er von og vísa. Ekki hafa svona miklar áhyggjur af öllu og öllum. Reyndu bara að slaka á og hugsa betur um þig sjálfa/n. Það sem gerist, gerist. Þú getur ekki haft stjórn á öllu.

Vog
23. sept–22. okt

Það eru geysilega spennandi tímar framundan, eins og reyndar alltaf hjá voginni. Þú stendur á krossgötum og þarft að kveðja eitthvað sem er þér kært. Þú veist samt að tími þinn á þessum vettvangi er liðinn og kveður með súrsætt bros á vör. Við tekur gullaldartími vogarinnar þar sem henni eru allir vegir færir – þú þarft bara að velja leiðina.

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Sporðdrekinn skellir sér rækilega á útsölurnar til að reyna að kveða niður einhverjar leiðindaraddir eða manneskju sem fer í taugarnar á honum. Þótt það geti verið gaman að gera vel við sig þá laga verslunarferðir ekki sársauka eða eymd. Nærri lagi væri að eyða þessum peningum í hugleiðslutíma.

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og hætta að kenna öllum öðrum um heimsins vandamál. Þú getur kennt sjálfum þér um þær brenndu brýr sem 2019 geymir. Nú er komið nýtt ár og þú færð annað tækifæri til að gera upp þínar skuldir við fólkið sem stendur þér næst. Drífðu í því strax!

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú kærir þig ekki um meira stuð í bili enda búin/n að vera dag eftir dag í alls kyns uppákomum og gleðskap. Janúar er þinn mánuður til að hvíla lúin bein en einnig til að fara yfir þau markmið sem þú hefur sett þér fyrir nýja árið. Gott ef þú skiptir ekki um vinnu áður en árið er úti og það verður mikið gæfuspor. Þú byrjar fljótt að undirbúa það.

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú finnur nýjan vatnsbera innra með þér – vatnsberann sem er búinn að vera í dvala í dágóðan tíma. Þú verður allt í einu afar hvatvís, hoppar á hvert tækifæri til að hafa gaman og hitta fólk. Þú ert að koma út úr skel erfiðleika og þú gerir það með húrrandi stæl og smelli. Gott hjá þér!

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Einhleypir fiskar geta búið sig undir það að ástarlífið kvikni á ný. Þú færð símhringingu eða skilaboð frá gömlum félaga sem vill hitta þig. Undirtónninn er ekki rómantískur en hann verður það fljótt þegar þið byrjið að rifja upp gamla tíma. Þetta gæti verið framtíðarmaki ef þið haldið rétt á spilunum.

Afmælisbörn vikunnar

5. janúar – Davíð Þór Jónsson prestur, 55 ára
6. janúar – Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari, 44 ára
7. janúar – Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona, 50 ára
8. janúar – Dóra Takefusa athafnakona, 49 ára
9. janúar – Teitur Örlygsson 53 ára
10. janúar – Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrverandi þingkona, 48 ára
11. janúar – Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður, 45 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.