fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Móðir í áfalli vegna þess sem leikskólakennari krotaði á son hennar: „Hef ég rétt til að vera brjáluð yfir þessu?“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bálreið móðir gagnrýnir leikskólakennara sonar síns harðlega á netinu. Hún gerir það eftir að hún sá að kennarinn hafði skrifað á barnið hennar með tússpenna.

Heather, móðir frá Bandaríkjunum, opnaði sig um málið á Facebook og greinir News.au frá málinu. Hún deilir myndum af syni sínum, Milo, með færslunni.

„Jæja… Ég þarf ykkar álit,“ skrifar hún.

„Hef ég rétt til þess að vera brjáluð yfir þessu? Eða er ég að bregðast of hart við? Ég þarf virkilega ykkar álit því ég er á barmi þess að ryðjast þangað inn á morgun og segja nokkra vel valda hluti.“

Á myndinni af Milo má sjá skrifað á maga hans með stórum stöfum: „Mamma mig vantar bleyjur. Vinsamlegast lestu tilkynningarnar.“

„Í hvert skipti sem ég sæki Fin [hinn sonur hennar] og Milo á leikskólann þá fæ ég miða með daglegum tilkynningum í nestisbox Milo. Þar kemur fram í hvaða stuði hann var þann dag, klukkan hvað það var skipt á bleyju og hvort það vanti fleiri bleyjur eða blautþurrkur. Þau hafa líklegast skrifað á miða í gær að honum vanti bleyjur og það fór alveg framhjá mér,“ segir Heather.

„Hafið það í huga að ég sé nokkra kennara þegar ég fer með hann og nokkra þegar ég sæki hann. Ef ég tók ekki eftir því að honum vantaði bleyjur þá hefði verið hægt að segja við mig: „Heather, syni þínum vantar bleyjur, þú sást kannski ekki miðann.“ Það hefði verið mjög einfalt.“

Heather átti erfitt með að ná tússpennakrotinu af syni sínum.

„Ég hef skrúbbað hann nokkrum sinnum með blautþurrkum og þetta fer ekki af. Ég ætlaði að fara með þá á ströndina í dag en get það ekki því sonur minn er allur út í kroti,“ segir hún.

Hún segist ekki skilja af hverju kennarinn þurfti að koma skilaboðunum áleiðis með þessum hætti en að sögn Heather er þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist.

„Þau gerðu þetta líka fyrir nokkrum mánuðum. Hjálp er ég að bregðast of hart við? Segið mér sannleikann.“

Facebook færsla hennar vakti mikil viðbrögð og voru netverjar á sama máli og hún, að þetta væri alls ekki boðlegt.

„Þetta er alls ekki í lagi né viðeigandi. Ég er svo reið fyrir þína hönd! Þú ert mennsk með margt í gangi. Stundum fara hlutirnir framhjá manni, það eru til margar betri leiðir til að láta þig vita,“ skrifar ein kona við færsluna.

„Mér þykir þetta svo leitt. Ég trúi ekki að einhverjum þótti það í lagi að skrifa á barnið þitt. Þú ert ekki að bregðast of hart við. Það er barnalegt, ófagmannlegt og algerlega ógeðslegt að einhver skyldi gera svona.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld

Umboðsmaður Garnacho í London í kvöld
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjóðin að missa sig yfir frammistöðu Strákanna okkar í fyrri hálfleik – „Gæsahúð“

Þjóðin að missa sig yfir frammistöðu Strákanna okkar í fyrri hálfleik – „Gæsahúð“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“