fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

„Nýr kafli bíður Gretu þegar hún hefur gert upp fortíðina”

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Greta Salóme hneig niður á flugvelli fyrir stuttu með nýrnasýkingu. Greta hefur varla staldrað við til að anda síðustu ár og flýgur heimshorna á milli í tónlistarsköpun sinni, þar sem hún hefur átt góðu gengi að fagna. DV fannst því tilvalið að leggja tarotspil fyrir Gretu en lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV.

Gamall ástvinur bankar á dyr

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Gretu er 6 bikarar. Minningar úr fortíðinni leita á Gretu og þær ylja. Þær tengjast gömlum vini eða ástvini sem verður á vegi tónlistarkonunnar sem Greta tekur fagnandi. Sú hlýja og samkennd sem býr innra með Gretu vekur gleði í hjarta vinarins og um leið er Greta minnt á að gefa mikið af sér því það eflir sjálfsöryggi hennar. Hún getur hrint ótrúlegum hlutum í framkvæmd með góðverkum sínum.

Gerir upp mistök fortíðar

Svo er það Dómurinn. Það spil táknar einnig fortíðarhugsanir Gretu. Það tengist þessum fyrrnefnda vini og atviki sem Greta hefði viljað sjá spilast á annan hátt. Hún gerði hins vegar það rétta í stöðunni þá og má ekki dvelja of lengi við mistök fortíðarinnar. Það er gott hjá henni að horfa yfir farinn veg á sjálfsgagnrýninn hátt, en síðan þarf hún að horfa fram á við. Nýr kafli bíður Gretu þegar hún hefur gert upp fortíðina, því allt sem hún rannsakar í lífinu leiðir hana áfram og upp.

Skilja á milli einkalífs og vinnu

Loks er það Stríðsvagninn. Greta veit hvað hún vill fá út úr lífinu, hún kann að setja sér markmið og hún veit hvar tækifærin liggja. Innra með henni er metnaður og drifkraftur sem er sjaldséður og hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Greta nýtir oft ekki hæfileika sína rétt og hún þarf að leysa þann vanda. Eins og er finnst henni eins og hún eigi ekki um neitt að velja og að hennar vegur sé nú ákveðinn fyrir lífstíð. Það er ekki svo. Hún má hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum svo hún missi ekki af þeim, en að sama skapi verður hún að meta vel kosti og galla þeirra tækifæra sem hún grípur. Greta á stundum erfitt með mannleg samskipti og það besta fyrir hana er að skilja á milli einkalífs og vinnu, læra að miðla málum og takast á við vandamál um leið og þau koma upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.