fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025

Úlfhildur segir krabbameinsmeðferðir vera frá miðöldum: „Svipað eins og var farið með nornir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. janúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfhildur Dagsdóttir, bókavörður og hrollvekjusérfræðingur, greindist með krabbamein fyrir stuttu. Í útvarpsþættinum Segðu mér segir hún krabbameinsmeðferðir vera eins og eitthvað frá miðöldum.

„Ég fékk brjóstarkrabbamein. Það eru þessar miðaldaaðferðir sem eru notaðar ennþá við flest öll krabbamein. Það er aflimun. Skorið af mér annað brjóstið og hitt minnkað. Ég var svona eins og þverskorin ýsa sagði ein góð vinkona mín sem lenti í svipuðu talaði um. Síðan er líkamanum drekkt í eitri sem rústar öllu. Síðan er kveikt í manni, maður fer í laser-aðgerð og er brenndur. Þetta eru bara miðaldaaðferðir. Aflimun, eitrun og bruni, svipað eins og var farið með nornir,“ segir Úlfhildur.

„Að ganga í gegnum þetta þá upplifði ég nákvæmlega allar þessar kenningar sem ég hafði verið að stúdera. Ég veit svo sem ekki hvers kyns ég er eftir þetta. Ég er með hálft brjóst. Eitrið brennir eggjastokkana og alla hormónavirkni þannig ég er steingeld. Ég svolítið velti þessu fyrir mér. Ég sé um hinsegin bækurnar á bókasafninu. Ég segi stundum að ég geti alveg gert það, þó ég skilgreini mig ekki sem hinsegin, ég meina ég er með hálft brjóst, ég er einskins kyns. Þannig ég get alveg eins tekið að mér þessar bækur,“ segir hún og hlær.

„Þetta var mjög merkileg upplifun að fara í gegnum þetta,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið í gegnum sama ferli með móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool

Vinicius Jr hefur lítinn áhuga og Sádarnir horfa því til Liverpool
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið

Arne Slot segir að það verði mikið að gera hjá Liveprool í sumar – Ætlar að styrkja liðið mikið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.