fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 22:30

Johnny Bravo er með eindæmum herðabreiður. Mynd:Amazon.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir karlar eru að sögn mjög uppteknir af því að vera með breiðar herðar og mjótt mitti en þetta telja þeir ganga vel í augun á konum. En þeir virðast lifa í einhverjum blekkingum með þetta því konum finnst þetta ekki neitt sérstaklega eftirsóknarvert.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar sýni að konur séu ekki neitt sérstaklega uppteknar af herðabreidd karla og vilji raunar frekar karla með herðar og mitti sem eru í meðallagi breiðar.

Sú kenning hefur verið á lofti að þeim mun herðabreiðari og mittismjórri sem karlar væru þeim mun meira gangi þeir í augu kvenþjóðarinnar. En kannski eru þetta bara ranghugmyndir karla eftir allt saman.

Í fyrrnefndri rannsókn fengu vísindamenn 82 karla og konur frá Portúgal og Bandaríkjunum til að virða fyrir sér þrívíddarmódel af þremur körlum og þremur konum. Fólkið átti að leggja mat á hversu aðlaðandi módelin þóttu. Áður hafði sérstökum búnaði verið komið fyrir sem fylgdist náið með augnaráði þátttakendanna og að hverju augu þeirra beindust þegar þeir virtu módelin fyrir sér. Hér kom ákveðinn munur á kynjunum í ljós því karlarnir eyddu löngum tíma í að horfa á herðar kvenna og karla en konurnar stoppuðu ekki lengi við þá líkamshluta.

Körlunum fundust karlmódelin með breiðustu herðarnar mest aðlaðandi en konurnar með minnstu herðarnar féll þeim best við. Konurnar voru hrifnari af módelunum sem voru með herða- og mittismál í meðallagi.

Vísindamennirnir taka fram að frekari rannsókna sé þörf á þessu áður en hægt sé að slá nokkru föstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bjarni framlengir við KA

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.