fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Jeffree Star segist ekki hafa keypt sér kærasta: „Ég borga ekki neinum sem ég er að hitta eða ríða“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 10:31

Jeffree Star og nýi kærastinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffree Star er bandarísk samfélagsmiðlastjarna og snyrtivörumógull. Hann er afar vinsæll á YouTube, með yfir 17 milljón fylgjendur, og á fyrirtækið Jeffree Stars Cosmetics. Hann þvertekur fyrir það að borga nýja kærastanum fyrir að vera með sér.

Á mánudaginn síðastliðinn deildi Jeffree mynd af sér ásamt dularfullum karlmanni. „Þakklátur fyrir allt það sem Guð hefur fært mér á þessu ári,“ skrifaði hann með myndinni.

https://www.instagram.com/p/CENTuqcBApo/

Það tók ekki langan tíma þar til nafnið hans var farið að trenda á Twitter. Sérstaklega í ljósi þess að hann er nýbúinn að standa í miklum deilum og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir fordómafulla hegðun sína í gegnum tíðina.

Netverjar fóru að velta því fyrir sér hvort að nýi kærasti Jeffree væri á launum hjá þeim síðarnefnda. En Jeffree harðneitar fyrir það.

„Ég veit það er erfitt fyrir sumt fólk að heyra, en ég borga ekki neinum sem ég er að hitta eða ríða,“ segir hann á Twitter.

„Frekar en að hafa áhyggjur af því hver er í kjaftinum á mér, hafðu áhyggjur að borga eigin reikninga“ sagði hann í öðru tísti.

Jeffree hefur síðan þá deilt nokkrum myndum af sér og nýja kærastanum í Story á Instagram.

Jeffree Star og nýi kærastinn.

The Shade Room var fyrsti miðillinn til að greina frá því að nýi kærastinn er körfuboltamaður sem spilaði fyrir Duquesne-háskólann í Pittsburgh. Eftir útskrift spilaði hann körfubolta í Þýskalandi og Austurríki.

https://www.instagram.com/p/CERldmOh2yJ/

Fyrr á árinu var Jeffree Star harðlega gagnrýndur fyrir aðild sína í deilunum á milli YouTube-stjarnanna James Charles og Tati Westbrook. Síðan þá hefur snyrtivörurisinn Morphe slitið tengslum sínum við Jeffree og hætt að selja vörur hans.

Sjá einnig: Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svaraði blaðamanninum fullum hálsi: ,,Segðu mér hvaða leikmaður? Gefðu mér nöfn“

Svaraði blaðamanninum fullum hálsi: ,,Segðu mér hvaða leikmaður? Gefðu mér nöfn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir að þrír lykilmenn gætu snúið aftur

Staðfestir að þrír lykilmenn gætu snúið aftur
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.