Bandaríkjaforsetinn John F. Kennedy fékk þá hugmynd árið 1961 að hanna Rósagarðinn við vesturenda Hvíta Hússins. Síðan þá hefur Rósagarðurinn öðlast táknræna stöðu og margir mikilvægir viðburðir farið þar fram.
Garðurinn var upphaflega hannaður af garðyrkjumanninum Rachel Lambert Mellon og forsetafrúnni Jackie Kennedy. Falleg og litrík blóm einkenndu garðinn ásamt stórum kirsuberjatrjám.
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, tók Rósagarðinn nýlega í gegn og deildi myndum af afrakstrinum á Twitter. Þetta er í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þar sem garðurinn er gerður upp.
Excited to honor history & celebrate the future in our beautiful @WhiteHouse Rose Garden this evening. Thank you to all who helped renew this iconic & truly gorgeous space. pic.twitter.com/ggiqLkdGbw
— Melania Trump (@FLOTUS) August 22, 2020
Það leið ekki á löngu þar til myllumerkið #RoseGardenMassacre, eða #BlóðbaðRósagarðsins, byrjaði að fara eins og eldur í sinu um netheima. Nýja útlit Rósagarðsins hefur ollið talsverðu fjaðrafoki og þykir mörgum netverjum Melania hafa tekið alla litadýrð og gleði úr garðinum.
Bored Panda tók saman nokkur tíst ósáttra netverja um Rósagarðinn.