fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Ekki láta þessa stellingu plata þig – „Vel þekkt trix meðal áhrifavalda“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. ágúst 2020 11:23

Georgie Clarke. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Georgie Clarke er með tæplega 300 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er dugleg að minna fylgjendur sína á að glansmyndir samfélagsmiðla eiga sér sjaldan stoð í raunveruleikanum.

„Ekki láta „halla sér aftur stellinguna“ plata þig,“ skrifar Georgie í nýlegri færslu sem hefur vakið mikla athygli.

Með færslunni deilir hún tveimur myndum hlið við hlið. Á myndinni til vinstri stillir Georgie sér þannig upp að hún sé með flatan maga. Á myndinni til hægri hallar hún sér fram.

https://www.instagram.com/p/CEBeFadD_6Z/

„Þetta er vel þekkt trix meðal áhrifavalda, en það getur oft verið erfitt að ná góðri mynd af sér sitjandi. Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur gert þessa stellingu. Svona fer áhrifavaldur að því:

  1. Tylltu þér á hliðina
  2. Hvíldu þunga efri hluta líkamans á stól, borði eða gólfi (fer eftir hvar þú situr)
  3. Reyndu að lengja líkamann eins mikið og þú getur
  4. Gerðu eitthvað með hinni hendinni, eins og að halda á vínglasi eða fikta í hárinu þínu
  5. Haltu í þér andanum og dragðu inn magann.

Næst þegar þú ert að skrolla í gegnum Instagram og sérð svona mynd, mundu að manneskjan lítur ekki svona út í alvöru, heldur eins og ég lít út á hægri myndinni,“ segir Georgie.

Georgie er dugleg að deila svipuðum boðskap með fylgjendum sínum. Hún deildi þessari færslu fyrir skemmstu.

https://www.instagram.com/p/CD51RmCjmWq/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum
Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.