Áður en Christen Nino de Guzman hóf störf hjá TikTok vann hún hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Instagram og Pinterest.
Christen vann hjá Instagram á árunum 2017-2019. Í myndbandi á TikTok, sem hefur fengið fimm milljón áhorf, sýnir hún hvernig það var að vinna hjá tæknirisanum
Instagram er einn stærsti og vinsælasti samfélagsmiðillinn í dag. Facebook keypti Instagram árið 2010. Síðan þá hafa starfsstöðvar Instagram verið á sama stað og Facebook.
Christen segir að stundum þurfti hún að hjóla á milli funda þar sem lóðin er ótrúlega stór og það eru yfir 30 byggingar á svæðinu.
Eitt það besta við að vinna þarna að sögn Christen er allur fríi maturinn. Það er frítt að borða í mötuneytinu, allt snarl og góðgæti er frítt og einnig allir drykkir.
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
@chrristenA day in the life at ##work when i used to work at Instagram ##greenscreen ##greenscreenvideo I did actually work I swear lolol.