Hannah Lovatt nýtur þess að elda fyrir unnustu sína. Unnustan varð hins vegar veik eftir að Hannah hafði óvart notað hárnæringu í eldamennskunni í stað matarolíu í heila viku. The Sun greinir frá.
Fólk heldur að það myndi aldrei gera þessi mistök en spreybrúsarnir eru ískyggilega svipaðir.
Hin 24 ára Hannah er frá Mexborough í Suður Yorkshire og hefur eldað allt frá beikonsamlokum yfir í fína rétti fyrir unnustu sína Becky Edwardson. Parið áttaði sig bara á mistökunum vegna þess að Becky varð veik og talaði um að kjúklingapasta sem Hannah hafði eldað bragaðist undarlega.
Hannah sagði: „Við höfðum ekki fundið neitt skrýtið bragð af matnum alla vikuna en um leið og við smökkuðum kjúklingapastað áttuðum við okkur á að eitthvað var að. Við kíktum á öll krydd sem við áttum, lásum á allar umbúðir og Becky áttaði sig á því að ég hefði verið að nota hárnæringu í stað matarolíu. Þetta var sprenghlægilegt og Becky hló bara að mér, henni var mjög illt í maganum en nú vitum við af hverju.“
Parið var nýflutt inn í nýja íbúð en Hannah hefur þá óvart sett hárnæringuna í eldhússkápinn. Til þess að gera málið enn verra þá kom í ljós að hún hafði notað hálfan brúsa af hárnæringu þegar hún taldi sig vera að nota matarolíu. Henni til varnar eru umbúðirnar mjög líka í útiliti. Eftir að hafa áttað sig á mistökum sínum setti Hannah inn færslu á Facebook um málið og eru komin um 15 þúsund ummæli undir færsluna.