Fyrrverandi vændiskona hefur afhjúpað nokkur merki um að makinn þinn sé að halda framhjá. Hún segir að samkomubann, sem gildir enn víða, komi ekki í veg fyrir að fólk haldi framhjá.
Í hlaðvarpsþættinum Not Here To Make Friends heldur fyrrverandi vændiskonan Samantha X því fram að karlmenn „munu alltaf finna leið“ til að vera ótrúir maka sínum.
Raunverulegt nafn Samönthu er Amanda Goff, en hún kallar sig Samantha. Í þættinum svarar Samantha hlustanda sem grunar að eiginmaðurinn sé að halda framhjá.
„Þú lætur [framhjáhöld] gerast. Þó svo að það sé aðeins tíu mínútur frá heimilinu,“ segir Samantha.
Samantha segir að eitt merki þess að makinn sé að halda framhjá er að ef hann kemur heim með blautt hár. Hún segir að það sé vísbending um að hann hafi farið í sturtu annars staðar.
„Taktu líka eftir ýmsum vísbendingum í samskiptum ykkar. Þegar hann verður skyndilega mjög dómharður gagnvart þeim sem halda framhjá og fer að tala um hversu heilagt hjónaband er, þá er það merki um að hann sé að halda framhjá að mínu mati,“ segir Samantha.