fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025

Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Charlotte Queen er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún sýnir það svo sannarlega að þú átt ekki að trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum.

Charlotte sýnir hvernig er auðveldlega hægt að breyta útliti með því að nota vinsæla forritið FaceTune. Hver sem er getur notað FaceTune í símanum sínum og er það tiltölulega einfalt í notkun. Þú getur fjarlægt bólur og bletti, stækkað varirnar, minnkað kjálkann og sett á þig farða svo fátt sé nefnt.

Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að ungar konur ættu að sjá þessa mynd af Kylie Jenner

Það er víða þekkt að áhrifavaldar og stjörnurnar nota forritið. Margir segja að FaceTune sé hið nýja Photoshop, nema mun aðgengilegra og auðveldara í notkun.

Nýlega vakti mynd af Khloé Kardashian mikla athygli. Fólk sagði hana vera nær óþekkjanlega og sökuðu margir hana um að hafa misst sig í FaceTune.

Sjá einnig: Khloé Kardashian sögð vera nær óþekkjanleg á nýrri mynd

Charlotte birtir tvær myndir af sér. Um er að ræða sömu myndina nema hún hefur breytt einni myndinni með FaceTune.

Með myndunum skrifar hún: „Hættið að bera ykkur saman við myndir á samfélagsmiðlum sem hefur verið breytt!“

https://www.instagram.com/p/CAn8ISOniA5/

Hún deilir einnig umdeildu myndinni af Khloé Kardashian.

„Í heimi þar sem FaceTune er allsráðandi, mundu að „bara andlitið þitt“ er meira en nóg. Ég dæmi ekki neinn fyrir að nota þetta forrit. Við erum öll óörugg á okkar hátt og höfum bólur sem við getum auðveldlega falið með nokkrum smellum.

Vandamálið er þegar við erum hinum megin við borðið. Við sjáum endalausar myndir af óraunhæfum fegurðarstöðlum sem stjörnurnar og áhrifavaldar setja með því að breyta myndunum sínum á þennan hátt. Ég sá þessa mynd af Khloé Kardashian og það sló mig svolítið út af laginu hvað hún var ólík sjálfri sér,“ segir Charlotte.

„Munum að sem við sjáum á samfélagsmiðlum eru hápunktar úr lífi fólks (og myndunum hefur oft verið breytt). Það gerir þig ekkert minna fullkomna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Elanga gegn gömlu félögunum

Sjáðu frábært mark Elanga gegn gömlu félögunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.