Fasteignalögfræðingurinn Travis D. Hughes vakti úlfúð á Twitter fyrir ummæli sín um ólétta eiginkonu sína. Eiginkona hans er komin sjö mánuði á leið með þeirra þriðja barn. Hún var ekki í stuði til að æfa einn morguninn. Travis sagði að frekar en að „láta hana heyra það, fara í fýlu eða væla“ þá kveikti hann á æfingarmyndbandinu og byrjaði að hreyfa sig til að hvetja hana til að æfa með honum.
My wife, who is almost 7 mos. pregnant, wasn’t in the mood to work out this morning. So, rather than lecture to her, resent her, or whine about it, I threw on the exercise video and did it with her. Our kids saw us and joined in.
No one talks about this part of marriage/dating.
— Travis D. Hughes 🇺🇸 (@TravisDHughes) May 3, 2020
Þetta féll ekki vel í kramið hjá netverjum og hefur Travis verið harðlega gagnrýndur. Hann kom sjálfum sér til varnar og sagði að fólk „er alltaf að halda framhjá“ og frekar en að „hafa einhverjar neikvæðar tilfinningar“ í garð eiginkonu sinnar þá fékk hann hana til að „halda sér í formi.“
„Hún ætti að skilja við þig,“ skrifaði einn netverji.
„Af hverju ættirðu að láta hana heyra það, fara í fýlu eða væla í eiginkonu þinni fyrir að vilja ekki hreyfa sig?“ Spurði Jennifer Gunter á Twitter.
Why would you “lecture to her, resent her, or whine about it” if she didn’t exercise? I guess I don’t understand.
I’m not married- is this what happens in marriage?
— Dr. Jennifer Caudle (@DrJenCaudle) May 3, 2020
„Það er rugl að þú sért að klappa sjálfum þér á bakið fyrir þetta,“ sagði einn netverji við Travis.
„Hvað í fjandanum er að þér? Varstu í alvöru að spá í að láta eiginkonu þína, SEM ER KOMIN SJÖ MÁNUÐI Á LEIÐ, heyra það?“ sagði annar.
Midwife here, if your wife doesn’t want to exercise leave her be, our bodies tell us when exhausted, pushing a pregnant woman who is already tired to ignore her gut instinct can have detrimental effects and have tragic outcomes, placental abruption etc, leave her rest
— polly molotov (@NursepollyRgn) May 4, 2020
„Hún er að búa til barn brjálæðingurinn þinn. Gerðu pönnukökur fyrir hana og láttu hana vera.“
Þetta er aðeins brot af viðbrögðunum við færslu Travis. Margir netverjar sögðust vorkenna eiginkonu hans.
I know a way she can quickly drop a ton of dead weight pic.twitter.com/IFz4rk1wXf
— TransRightsAreHumanRights aka Redness2.0 (@MoRuthFan) May 3, 2020
„Ég er ekki alveg að skilja viðbrögð ykkar. Ég veit að fullt af giftu fólki veit nákvæmlega um hvað ég er að tala,“ sagði Travis.
Hann útskýrði nánar mál sitt og sagðist elska eiginkonu sína.
…Men cheat on their partners daily for all sorts of reasons. As do women. The point was that rather than harbor some negative emotion or be passive aggressive, I decided to support my wife in this instance by doing the work with her.
— Travis D. Hughes 🇺🇸 (@TravisDHughes) May 3, 2020
For the record, my wife and I love each other dearly. We’ve known each other for two decades and can be totally authentic with each other. If you know us in real life, you know how blessed we are. We are accountability partners, which allows us to thrive.
— Travis D. Hughes 🇺🇸 (@TravisDHughes) May 3, 2020