Gildir 17. – 23. apríl
Hrútur
21. mars–19. apríl
Þú nennir ekki þessu hangsi lengur og í staðinn fyrir að detta í sjálfsvorkunn þá er núna tíminn til að hugsa í lausnum! Ekki bugast
því það er eitthvað magnað handan við hornið og þú finnur að eitthvað kraumar innra með þér.
Naut
20. apríl–20. maí
Þú varst svoleiðis búin/n að sjá fyrir þér ákveðið frí, sem er ekki að fara eins og planað var! Þótt það taki aðeins fleiri kokteila eða
kaffibolla þá er það að tjalda inni eða að henda sér í sjósund ekki svo vitlaus hugmynd. Stjörnurnar hvetja þig til að gefa þér lausan
tauminn og leyfa þér að vera smá skrítin/n!
Tvíburar
21. maí–21. júní
Þú finnur fyrir smá viðkvæmni þessa dagana ekki vera smeyk/ur við þá tilfinningu. Taktu upp tólið og segðu systkinum þínum hvað þú kannt að meta þau. Hringdu í þennan vin sem þreif einu sinni upp eftir þig ælu og sýndu þakklætið. Skrifaðu ástarbréf til maka þíns, það eru engin takmörk! Þessi ást og umhyggja mun blessa þig margfalt til baka.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Þessa vikuna þarftu að nota sannfæringarkraft þinn. Þú þarft að fá einhvern í lið með þér til þess að planið gangi upp. Passaðu bara tóninn, elsku Krabbi, þú átt það til að hljóma of grimmur sem skilar öfugum árangri. Og ef það tengist unglingum, þá er gott ráð að lofa þeim að halda að það hafi verið þeirra hugmynd.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Þér líður eins og þú eigir að vera að gera eitthvað merkilegt og mikilvægt en þig langar bara að leika þér. Stjörnurnar hvetja þig
áfram í leiknum, þannig nærðu þessu út úr kerfinu og kemur jafnvægi á það sem er mikilvægt að sinna og það sem er bara skemmtilegt að gera! Það getur alveg verið tilgangur í því að föndra eitthvað fallegt!
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Nú er tími til að krydda rómantíkina. Ef það eru ekki börnin, þá er það jafnvel bara hugurinn sem er að gera þig vitlausa/n sem skilur ekki mikla orku eftir. Dragðu fram tantrabókina sem þú pantaðir á eBay og lestu hana.
Vog
23. sept–22. okt
Jæja, nú er boltinn farinn að rúlla og þú getur andað á ný. Þú sérð heiminn í gegnum rósrauð gleraugu eins og þér er einni/einum lagið. Þessi vika fer í að festa rætur fyrir komandi tíma, tengjast nýjum böndum. Samstarfsverkefni er í fæðingu!
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Hmm. Þú ert ekki alveg sammála einhverjum í vinnunni. Þetta gæti verið tíminn til að vera sammála um að vera ósammála. Stress getur verið ósjarmerandi og þessi vinnufélagi er kannski ekki upp á sitt besta. Prófaðu að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og veldu þínar orustur vel.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Það er flippkisi hlaupinn í þig og þú finnur löngun til að kaupa eitthvað fáránlegt á veraldarvefnum eða jafnvel bjóða í lítið partí sem þú veist að má ekki! Þú verður að hemja þessar tilfinningar og gætir nýtt tímann frekar í að plana þessa veislu á meðan það er
samkomubann.
Steingeit
22. des–19. janúar
Spennandi tímar í kortunum. Þú þarf að taka einhverja mikilvæga ákvörðun og átt mjööööög erfitt með það, þetta gæti verið stór breyting fyrir þig. Ef það er einhvern tíma tími til að hringja í vin þá er það núna. Hugsaðu upphátt og svarið mun koma til þín.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Líkt og Steingeitin þá stendur þú líka á krossgötum og þarf að taka ákvörðun. Þú reyndar veist þegar hvert svarið er en átt í erfiðleikum með að treysta innsæinu. Það getur verið auðvelt að misskilja hnút í maga sem kvíða þegar það er einfaldlega bara spenna. Breytingar eru spennandi!
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Þú veist ekki hvort það er bara því að þér leiðist en allt í einu langar þig að breyta öllu heima hjá þér og fá nýtt „lúkk”. Það getur verið mjög gefandi bara ekki vera ein/n af þeim sem klippa skakkan topp og sérð eftir því áður en þú hefur lagt frá þér skærin!