Kaitlyn er 25 ára. Þegar hún var átján ára fékk hún heilahimnubólga og blóðsýkingu af völdum meningókokka bakteríu. Hún varð mjög veik og þurftu læknar að fjarlægja alla útlimi hennar. Hún segir Truly baráttusögu sína og hvernig henni tekst að vera svona lífsglöð í dag.
Foreldrar hennar segja frá því að Kaithlyn hafi verið yndislegt og fyndið barn. Donald, faðir hennar, segir einnig frá því hvernig hún var sem unglingur. Kaithlyn elskaði að fara út að skemmta sér með vinkonum sínum.
Vildi skemmta sér
„Þegar ég varð fyrst veik þá pældi ég ekki mikið í því. Ég vildi fara út að skemmta mér,“ segir Kaithlyn.
Síðan ágerðist sjúkdómurinn hratt. Fyrstu einkennin voru mikil þreyta. Á nokkrum klukkustundum varð allur líkami hennar fjólublár.
„Læknar sögðu við okkur að þeir voru að gera allt sem þeir gætu, en við ættum að undirbúa okkur undir það versta,“ segir Ian, bróðir hennar.
Kaithlyn segir frá því hvernig það þurfti sífellt að fjarlægja meira og meira af handleggjum hennar og fótleggjum.
„Það endaði með því að það þurfti að fjarlægja alla útlimi mína,“ segir Kaithlyn.
Förðun hjálpar
„Það hefur tekið mig langan tíma að samþykkja líf mitt eins og það er. Ég held að snyrtivörur og förðun breyti því hvernig ég horfi á mig,“ segir hún. Kaithlyn nýtur vinsælda sem fegurðaráhrifavaldur og hafa förðunarmyndbönd hennar hafa slegið í gegn á YouTube.
Móðir hennar segist glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa þurft að horfa á dóttur sína berjast fyrir lífi sínu. Hún er stolt af þeirri manneskju sem dóttir hennar er í dag.
„Ég gleymi því að hún sé hvorki með fætur né hendur því hún kvartar ekki og lætur bara verkin tala,“ segir móðir hennar.
Horfðu á þáttinn hér að neðan.