fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Var að sigrast á krabbameini þegar hún lést úr COVID-19 – Kvaddi börnin í gegnum talstöð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum fékk Sundee Rutter þær góðu fréttir að hún væri að sigrast á brjóstakrabbameini. En skyndilega var hún að deyja úr öðrum sjúkdómi og börnin hennar sex þurftu að kveðja hana í gegnum glugga með talstöð í hendinni.

Sundee Rutter lést úr COVID-19 þann 16. mars síðastliðinn, aðeins 42 ára að aldri. Hún var ein þegar hún dó og börnin hennar sex þurftu að kveðja móður sína í gegnum talstöð. Börnin, sem eru á aldrinum 13 til 24 ára, þurftu að kveðja föður sinn átta árum áður.

Sundee Rutter.

„Við horfðum á hana í gegnum gluggann og hvert okkar gat talað við hana og kvatt hana,“ segir sonur hennar, Elijah Ross-Rutter, 20 ára, í samtali við CNN.

„Ég náði að segja henni að ég elskaði hana. Þetta er frekar erfitt, því þú veist ekki hvað þú átt að segja á þessu augnabliki.“

Hann sagði móður sinni að eldri systkinin myndu hugsa vel um þau yngri. Elsta barn Sundee, hann Tyree Ross-Rutter, mun fá forræði yfir systkinum sínum sem eru 13, 14 og 15 ára.

„Við ætlum að búa öll saman og komast í gegnum þetta saman,“ segir Elijah.

Í janúar 2020 fékk Sundee Rutter þær góðu fréttir að hún væri að sigrast á brjóstakrabbameini. Þann 2. mars varð hún veik og var lögð inn á sjúkrahús. Hún lét lífið aðeins tveimur vikum seinna.

Rúmlega 70 milljón krónur hafa safnast fyrir fjölskylduna í gegnum GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“