fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Heitasta par bæjarins – „Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, oft kallaður Gummi „kíró“, eru heitasta par bæjarins og því lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman, ef litið er til stjörnumerkjanna.

Gummi er bogmaður en Lína er fiskur. Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast þegar þau sameina krafta sína. Bogmaðurinn er hugsuður, heimspekingur og fer auðveldlega úr einu í annað. Fiskurinn horfir meira inn á við og er í sífelldri sjálfsskoðun. Að einhverju leyti er hér um að ræða algjörar andstæður og því finnst sumum þau vera ólíklegt par. Hins vegar eru góðar líkur á að hér fæðist afar heilbrigt og gott samband, ef þau gefa sér tíma til að sinna því.

Þar sem bogmaðurinn er mjög opinn og félagslyndur þá er hann oft fljótur að grípa til varna fyrir hlédræga fiskinn. Stundum er það gott, stundum er það vont. Hins vegar nær fiskurinn að sýna bogmanninum hvernig á að slaka á og einbeita sér að einum hlut í einu.

Fiskurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og samkennd. Því á hann auðveldara en flest merkin með að umbera sveimhugann bogmanninn. Bæði merki þrá að kanna heiminn og uppgötva eitthvað nýtt. Þau eru bæði mjög vinnusöm og ef þau stilla saman strengi gætu þau gert eitthvað stórkostlegt saman.

Gummi „kíró“
Fæddur: 10. desember 1980
Bogmaður
-örlátur
-hugmyndaríkur
-húmoristi
-heiðvirður
-lofar upp í ermina á sér
-óþolinmóður

Lína Birgitta
Fædd: 6. mars 1991
Fiskur
-samúðarfull
-listræn
-blíð
-gáfuð
-píslarvottur
-treystir of mikið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Varð steinhissa þegar hún uppgötvaði þetta á Íslandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.