Fjölmargir Íslendingar forðast ræktina eins og heitan eldinn og æfa nú heima. Svo eru auðvitað þeir sem eru í sóttkví og hafa ekkert annað val.
Sumir eru vanir því að mæta bara á æfingu, vera með fyrirfram ákveðið prógram og þurfa ekkert að spá meira í því. Þannig þegar þeir standa skyndilega fyrir framan dýnuna heima, með lítinn eða engan búnað, þá spyrja þeir sig hvað í ósköpunum sé hægt að gera.
Við tókum saman nokkra íslenska fitness-áhrifavalda sem hafa deilt heimaæfingum undanfarna daga.
Einkaþjálfarinn og fyrrverandi bikinífitness keppandinn Margrét Gnarr deildi æfingu sem allir ættu að geta gert í stofunni heima. Eina sem þú þarft er lítil teygja.
https://www.instagram.com/p/B94rEfHla3I/
CrossFit-þjálfarinn Heiðrún Finnsdóttir hefur verið dugleg að deila heimaæfingu, með og án búnaðar. Hún deilir hefur deilt þremur mismunandi æfingum. Hún hefur einnig sýnt hvernig er hægt að skala hnébeygju, sem er tilvalið fyrir eldra fólk.
https://www.instagram.com/p/B9wsq_AgsWV/
Sköluð hnébeygja
https://www.instagram.com/p/B93yixWAaCd/
Einkaþjálfarinn Kristbjörg hefur einnig verið dugleg að deila alls konar æfingum sem er auðvelt að framkvæma heima. Kristbjörg er í mun hlýrra loftslagi en við Íslendingar og gerir sínar æfingar úti, en það er lítið mál að gera hana heima í stofu.
https://www.instagram.com/p/B91_3LyFfZf/
Módel fitness-keppandinn og íþróttakonan Ása Hulda er nýbúin að koma fyrir æfingarstöð heima hjá sér. Hún deildi skemmtilegri heimaæfingu þar sem einblínt er á rassinn.
https://www.instagram.com/p/B9ykNcCAAdr/
Klefinn.is er samfélag íþróttafólks og heldur úti bæði Instagram-síðu og bloggsíðu. Þar eru margar skemmtilegar og ólíkar heimaæfingar frá topp íþróttafólkinu okkar.
https://www.instagram.com/p/B94BqgZAhyo/
https://www.instagram.com/p/B94AxJDAsr_/
Það er líka auðvelt að finna heimaæfingar frá erlendum fitness-áhrifavöldum á YouTube.
Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd þar sem þú getur gert æfinguna á sama tíma og þjálfarinn í myndbandinu. Hentugt að setja myndbandið í sjónvarpið og hækka í græjunum.