Hver segir að sóttkví með makanum getur ekki verið skemmtileg. Samkvæmt nýrri könnun ætla 27 prósent af Bretum að nýja tækifæri sitt í sóttkví til að „stunda meira kynlíf.“ The Sun greinir frá.
Ef þú vilt gera slíkt hið sama og krydda upp á kynlífið í leiðinni eru hér nokkrar skemmtilegar stellingar. Eins og „sótthreinsipumpan“ og „Covid-69.“
Karlmaðurinn leggst á bakið og makinn krýpur fyrir framan hann, eins og hann sé að biðja. Síðan setur makinn sköflunginn undir fótleggi karlmannsins og beygir höfuðið.
Covid-69 er mjög svipuð frægu 69-stellingunni en Covid-69 snýst um að veita aðeins einni manneskju ánægju í einu.
Það besta við að þurfa ekki að keyra í vinnuna er að hafa meiri tíma upp í rúmi. Með því að prófa stellinguna „snögg í sóttkví“ getið þið byrjað daginn skemmtilega, og fljótlega.
Ef þú vilt prófa ævintýralega stellingu þá er sótthreinsipumpan fyrir þig. Þessi er frekar erfið í framkvæmd en skemmtileg samt sem áður. Til að framkvæma hana þarf einn aðilinn að liggja á bakinu með fótleggina fyrir ofan haus. Hinn aðilinn fer síðan í hnébeygjustöðu svo hann getur, mjög varlega, komið getnaðarlimnum fyrir í leggöng/endaþarm hins aðilans. Þú gætir fengið hálsríg eftir þessa kinkí stellingu, mundu að fara varlega.