Ástrós Rut Sigurðardóttir vann huga og hjörtu þjóðarinnar ásamt eiginmanni sínum, Bjarka Má Sigvaldasyni heitnum, er þau opnuðu sig um baráttu Bjarka við krabbamein. Bjarki lést á síðasta ári en nú hefur Ástrós fundið ástina á ný í örmum Davíðs Arnar Hjartarsonar. DV ákvað að lesa í stjörnumerkin og sjá hvernig nýja parið á saman.
Ástrós er naut en Davíð er krabbi. Þegar þessi tvö merki fella hugi saman er það yfirleitt ávísun á farsælt ástarsamband. Krabbinn og nautið eiga nefnilega margt sameiginlegt. Þau þrá bæði öryggi í ástarsambandi ofar öllu, eru heimakær og elska fátt meira en kósíkvöld í náttfötunum.
Þegar krabbinn og nautið mætast á rómantískan máta þá eru þau oft parið sem aðrir líta upp til. Sambandið er sterkt og einbeita þau sér bæði að því að halda fjölskyldunni saman og hamingjusamri. Nautið þarf hins vegar að skilja að krabbinn er mjög viðkvæmur á tilfinningasviðinu og krabbinn þarf að vera skýr í samskiptum sínum við nautið. Krabbinn á það til að byrgja tilfinningar inni og því laðast hann að opinskáa nautinu.
Bæði krabbinn og nautið kjósa fremur að eyða tíma sínum með maka en í margmenni. Því ná þau að skapa góðan og traustan grunn sem þau geta byggt á um ókomna tíð. Framtíðin er svo sannarlega björt í þessu sambandi.
Ástrós
Fædd: 18. maí 1988
Naut
-áreiðanleg
-þolinmóð
-trygglynd
-ábyrg
-þrjósk
-ósamvinnuþýð
Davíð
Fæddur: 16. júlí 1986
Krabbi
-frjó hugsun
-tilfinningaríkur
-heiðarlegur
-geðfelldur
-svartsýnn
-óöruggur