fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Erna segir svona brandara vera ofbeldi gegn feitum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. mars 2020 17:00

Erna Kristín. Aðsend mynd @Guðrún Andrea Sólveigardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, aktívisti og guðfræðingur, gagnrýnir brandara um feitt fólk. Hún segir svona brandara vera ofbeldi og geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér.

Erna Kristín hefur verið talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar um nokkurt skeið og flytur reglulega erindi um bætta líkams- og sjálfsmynd fólks. Hún er höfundur bókarinnar Fullkomlega ófullkomin. Erna heldur einnig úti vinsælli Instagram-síðu sem er með rúmlega 18 þúsund fylgjendur.

Í samtali við DV segist Erna langt frá því að vera fullkomin og sjálf hafa gert mistök. En það sem hún gerði var að læra af mistökunum og gera betur næst. Hún vill nýta tækifærið til að fræða fólk um skaðsemi slíkra brandara.

Brandaranum var deilt í vinsæla Facebook-hópinn Fyndna frænka – sem er með 36 þúsund meðlimi. Erna deildi skjáskoti af brandaranum á Instagram og spurði fylgjendur sína hvort þeim þætti þetta fyndið. Hér að neðan má sjá myndina.

„Fitufordómar eru ekki grín. Það er nákvæmlega ekkert fyndið að setja upp feita líkama sem gallaða vöru. Með smá fræðslu er hægt að sjá hversu hryllilega skaðlegir fordómar eru. Þetta er ofbeldi,“ skrifaði Erna á Instagram. DV hafði samband við hana og spurði hana nánar út í málið.

Mannleg og erum að læra

„Ég er alls ekki að skamma neinn sem setur fram svona djók. Sjálf hef ég gert það á einhverjum tímapunkti þegar ég vissi ekki betur. Það er bara stutt síðan að ég setti fram ógeðslega hallærislegan djók sem var rakkaður niður og ég tók hann niður. Við erum mannleg og erum sífellt að læra,“ segir Erna og bætir við að það skipti máli að fólk kunni að meðtaka gagnrýni og gera betur næst.

„Þetta snýst um að vera tilbúin að meðtaka, fræða sig og gera betur. Í stað þess að fara í vörn. Mér finnst við þurfa að hafa rými í heiminum til að gera mistök til að læra af þeim. Það er annað að fara að jarða manneskju fyrir einhvern lélegan brandara sem hún tók.“

Erna segir að það þurfi að gera greinarmun á því hvenær skamma á fólk persónulega eða yfir heildina. „Mér finnst þetta vera frábær vettvangur til að tala um heildina, en það eru um 40 þúsund konur inni í Facebook-hópnum Fyndna frænka,“ segir Erna.

Mikið um svona brandara

Hún skrifaði við umrædda færslu í Fyndna frænka og gagnrýndi svokallaðan brandarann.

„Þá spurði mig ein af hverju ég skrollaði ekki bara framhjá myndinni. Persónulega særist ég ekki við að sjá þessa mynd því ég hef alltaf verið í viðurkenndri stærð. Ég er að særast fyrir hönd þeirra sem ég veit að þetta hefur áhrif á og það er stór hópur samfélagsins sem hefur verið ýtt út á jaðarinn. Það er of erfitt að skrolla framhjá þessu vitandi hvaða skaðsemi svona brandarar hafa í för með sér. Það líka skiptir ekki máli hversu mikið ég skrolla, það eru svo margir svona brandarar í hópnum.“

Erna segir að það sé mikið um sömu brandarana um feitt fólk.

„Það er sérstaklega þetta: „Svona lít ég út í sumar ef ég fer ekki að taka mig á“ eða „ég eftir vetratörnina“ eða eitthvað svona. Það er alltaf verið að setja feita líkamann í einhverskonar myndlíkingu sem gölluð vara. Mér mistókst og þess vegna lít ég svona út. En fólk sem er feitt hefur ekki mistekist neitt.“

https://www.instagram.com/p/B87GxF8A7Y6/

Hættulegir brandarar

Erna segir að svona brandarar séu mjög skaðlegir og nefnir nokkur dæmi um hvaða þeir geta haft í för með sér.

„Þessi fordómar hafa í för með sér átröskunarsjúkdóma á mjög aggresífu stigi, sjálfsmorðshugsanir og bara verðleikaleysi. Ég meina manneskjur sem eru feitar og eru að sjá þessa brandara ítrekað, auðvitað er verið að rakka þær óbeint niður,“ segir Erna.

„Svo má til þess geta að feitt fólk getur líka verið með fitufordóma og þess vegna koma kommentin: „Ég er feit og mér finnst þetta í lagi.“ En það þýðir ekki að þetta sé í lagi. Að fólk sjái ekki að þetta eru fordómar og ofbeldi er líka hættulegt.“

https://www.instagram.com/p/B8hTYApgBS4/

Grófir brandarar eiga að heyra sögunni til

Erna tekur dæmi um aðra grófa brandara sem er litið á sem óviðeigandi í dag.

„Það er ekki langt síðan að nauðgunarbrandarar voru taldir fyndnir. Einn daginn munum við spyrja hvort við höfum í alvöru verið að hlægja að þessu. En það er því við vitum ekki betur,“ segir Erna og segir ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að gagnrýna þetta opinberlega vera til að fræða fólk og opna umræðuna.

„Ég skil þetta svo vel því ég var sjálf týpan sem hefði líkað við brandarann fyrir mörgum árum.“

Ekki það sama að gera grín að grönnum

„Það er ekki fyndið að gera grín að holdafari annarra. Það sem við þurfum að læra muninn á að þegar er verið að hæðast að holdafari sem er ekki ákveðinn hópur á jaðrinum, þá er það ekki í lagi en það er ekki ofbeldi. Það er hægt að segja að það sé ákveðin stríðni, mögulega einelti.  Það er ekki í lagi að hæðast að þeim sem eru grannir. En fólk sem er hundrað prósent samþykkt af samfélaginu og fær hæðniskomment á sig, það er ekki að upplifa það sama og feitt fólk sem er ýtt út á jaðarinn frá samfélaginu og öllu. Þarna erum við að tala um ljót ummæli á eina höndina og ofbeldi á hina höndina,“ segir Erna.

„Það þarf alltaf einhver að segja: „Mjóir verða líka fyrir árásum.“ Og ég veit það, það er óásættanlegt, það er ekki í lagi en við þurfum ekki alltaf að benda á forréttindahóp til að draga úr vægi umræðunnar. Hvorugt er í lagi en annað er ofbeldi.“

Þú getur fylgst með Ernu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður um mál Helga vararíkissaksóknara – „Svona getur þetta auðvitað ekki gengið“

Þorbjörg Sigríður um mál Helga vararíkissaksóknara – „Svona getur þetta auðvitað ekki gengið“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.