Gildir 16. – 22. febrúar
Hrútur
21. mars–19. apríl
Það styttist í vorið og það gleður, því að þú þolir ekki dimmuna og kuldann. Þú færð óvænt símtal frá gömlum félaga sem segir þér aðeins meira en þú vildir vita. Þessar upplýsingar koma veröld þinni í uppnám.
Naut
20. apríl–20. maí
Það er fjölskyldumeðlimur í vanda og þig langar að hjálpa. Þú veist bara ekki nákvæmlega hvernig þú ferð að því. Stundum er bara best að vera til staðar og hlusta. Of mikil afskiptasemi getur komið í kollinn á þér.
Tvíburar
21. maí–21. júní
Það hefur verið einhver ládeyða í lífi þínu. Þú hefur ekki viljað fara mikið út á meðal fólks og finnst best að vera ein/n. Þú finnur ekki fyrir einmanaleika, en í þessari viku finnur þú fyrir þörf til að láta ljós þitt skína.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Mikil þreyta hefur þjakað þig undanfarið, sem er afar ólíkt þér. Þú þarft að rífa þig upp á afturfótunum og jafnvel breyta einhverju í mataræðinu til að koma þér aftur á gott ról. Þetta er bara leiðindatímabil en það líður hjá.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Þú hefur tekið mikið af stórum ákvörðunum hratt undanfarið og það gerir þig stressaða/n. Þú hefur áhyggjur af fjárhagnum og finnst líkt og maki þinn sé ekki að segja alla söguna. Vertu á varðbergi.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Þú losar þig við eitthvert verkefni eða því um líkt, sem er þvílíkur léttir. Þér finnst líkt og heimsins byrðar séu horfnar af herðum þínum og þér líður sem þú sért frjáls. Njóttu þess og settu sjálfa/n þig í fyrsta sæti.
Vog
23. sept–22. okt
Þú hefur verið að leita að neistanum svo lengi þegar kemur að vinnunni og nú loksins er hann í sjónmáli. Þú ert komin/n í gott umhverfi með skapandi fólki og það er hlustað á þig og þínar skoðanir. Þú ert á grænni grein.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Þú æðir áfram þessa dagana og nærð ekki að gera neitt vel. Þú ert frekar týnd/ur og gerir fátt annað en að kvarta yfir örlögum þínum. Bráðum hættir fólk að nenna að hlusta á þig. Finndu innri ró og hafðu smá gaman af lífinu.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Það styttist í mikil tímamót í þínu lífi, tímamót sem þú veist ekki enn að eru að fara að eiga sér stað. Þessi tímamót neyða þig til að hugsa þinn gang og kanna hvað það er í fari þínu sem virkar stuðandi.
Steingeit
22. des–19. janúar
Þú kemst að leyndarmáli og eins og sannri steingeit sæmir segir þú engum frá. Þessi trúnaður og traust sem þú heldur svo fast í á eftir að koma sér vel í aðstæðum sem eru svo klikkaðar að þú trúir þeim varla.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Þessi mánuður hefur verið óvenjugóður og seinni hlutinn af honum verður enn betri. Þú ert æðrulaus sem aldrei fyrr og opin/n fyrir framtíðinni, sem geymir aðeins birtu og hlýju. Ástin lætur á sér kræla áður en þú veist.
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Óvæntur tölvupóstur kemur öllu í uppnám á vinnustaðnum eða í skólanum og það fellur í þinn hlut að reyna að miðla málum. Það gengur verr en við var búist og þú þarft að horfast í augu við að það er ekki hægt að gera öllum til geðs.
16. febrúar – Vala Flosadóttir stangarstökkvari, 42 ára
17. febrúar – Magnús Ólafsson leikari, 74 ára
18. febrúar – Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona, 45 ára
19. febrúar – Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, 67 ára
20. febrúar – Páll Hreinsson hæstaréttardómari, 57 ára
21. febrúar – Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnmálakona, 49 ára
22. febrúar – Ragna Ingólfsdóttir badmintonstjarna, 37 ára