Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir stuttu, gullfallega stúlku sem vó tæpar þrettán merkur. DV fannst því kjörið að líta í stjörnumerkin og sjá hvernig nýbakaðir foreldrar eiga saman.
Kristín er vog en Sverrir er sporðdreki. Þessi tvö merki mynda nánast samstundis djúp tilfinningatengsl. Sporðdrekinn getur týnst í eigin tilfinningum en þá er gott að hafa á kantinum vogina, sem þráir fátt meira en samhljóm og jafnvægi.
Vogin og sporðdrekinn passa vel saman og hafa svipaðar þarfir þegar kemur að ástinni. Vogin er hamingjusömust þegar hún er í traustu sambandi og sporðdrekinn þrífst í heilbrigðu sambandi með mikilli nánd.
Þessi tvö geta vel tekist á við verkefni saman og hentar það þeim mjög vel að vinna saman. Þegar þau sameina krafta sína, gáfur og sköpunarhæfileika þá myndast hér ofurpar sem nánast ómögulegt er að sundra. Þau elska bæði að taka áhættu og þetta samband verður aldrei leiðinlegt eða hversdagslegt.
Kristín
Fædd: 17. október 1988
Vog
-málamiðlari
-samstarfsfús
-örlát
-félagsvera
-óákveðin
-forðast deilur
Sverrir
Fæddur: 13. nóvember 1980
Sporðdreki
-úrræðagóður
-hugrakkur
-ástríðufullur
-þrjóskur
-afbrýðisamur
-dulur