Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að Óskarsverðlaunin voru afhent í gær með pompi og prakt.
Venju samkvæmt hélt Vanity Fair sitt árlega eftirpartí að lokinni verðlaunaathöfninni. Teitið hefur verið haldið árlega síðustu 26 ár og þykir það mikill heiður að fá boð.
Líkt og fyrri ár fjölmenntu stjörnurnar í eftirpartíið og var dansað, sungið, drukkið og hlegið fram eftir nóttu.