Gildir 9.–15. febrúar
Hrútur
21. mars–19. apríl
Þú fyllist miklum innblæstri eftir smá ládeyðu í lífinu. Þú sest við tölvu eða tekur þér minnisbók í hönd og skrifar niður markmið af miklum eldmóð. Þú ert afar drífandi þessa dagana og hrífur fólk með þér, sem er afar mikilvægt þegar maður vill ná markmiðum sem eru afar háleit.
Naut
20. apríl–20. maí
Það er ekki nóg að bara láta sig dreyma – það þarf líka að framkvæma svo draumarnir geti ræst. Þú nærð að vinna alls konar fólk á þitt band og nærð fullum tökum á listinni að spinna í kringum þig tengslanet. Þú veist nákvæmlega hvað þú þarft að gera til að koma hugmyndum þínum í framkvæmd og ert komin/n með rétta fólkið til verksins.
Tvíburar
21. maí–21. júní
Það leynist lítill uppreisnarseggur í þér þessa dagana og þú neitar að láta setja þig í fyrirfram ákveðna stærð af formi. Þú vilt blómstra, rasa út og klæða þig í ögrandi klæðnað og það fær þig ekkert eða enginn stoppað. Þú fylgir hjartanu sem aldrei fyrr og það hefur afar góða hluti í för með sér.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Þú hefur engan húmor fyrir fólki sem ræðst inn í þitt persónulega rými án þess að gera boð á undan sér. Þú vilt hafa þitt fyrir þig og engan annan og berst með kjafti og klóm fyrir því. Það er ekki oft sem þú ert ekki til í glens og stuð en þessa vikuna viltu helst vera ein/n með hugsunum þínum og löngunum.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Þú ert nýbúin/n að taka stóra ákvörðun sem þú í fyrstu varst ánægð/ur með. Síðan fara að renna á þig tvær grímur og efinn lætur á sér kræla. Þú skalt hlusta á efann, hann kemur ekki að ástæðulausu. Getur verið að þú hafir verið að loka augunum fyrir sannleikanum? Því fyrr sem þú horfist í augu við hann, því betra.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Vá, meyja! Þú ert í svaka stuði þessa dagana. Þér finnst eins og þú sért að losna við hlekki og sért loksins frjáls! Þú ferð út á meðal fólks og nýtur þess í fyrsta sinn í langan tíma. Þú skapar rými til að hitta alla sem þú elskar og gerir góðverk hægri, vinstri. Þetta er góður tími fyrir þig meyja og þú skalt muna hvernig tilfinning þetta er.
Vog
23. sept–22. okt
Þú nærð að koma svo miklu í verk, enda ertu búin/n að læra hvernig þú getur nýtt tíma þinn sem best og hefur losað þig við leiðinlega ávana í leik og starfi. Þú þarft samt að varast að taka of mikið að þér. Þú veist hvernig það endar – þú gerir ekkert eins vel og þú vildir og veldur þér vonbrigðum.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Leyfðu listamanninum innra með þér að leika lausum hala – hann fær ekki svo oft að fara út að leika. Þú ert svo skapandi, en mundu að til þess að skapa af heilum hug þarf maður að henda öllum fordómum og fyrirfram ákveðnu hugmyndunum út um gluggann. Annars nær maður ekki árangri.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Nú þarftu að taka á honum stóra þínum og hreinsa loftið á milli þín og manneskju sem stendur þér afar nærri. Það er ekkert vit í að eyða ævinni í að pirra sig á hlutum sem eru orðnir alltof stórir í hausnum þínum, því þú hefur ekkert rætt þá. Grafðu stríðsöxina og haltu áfram með lífið.
Steingeit
22. des–19. janúar
Þú ert klár og skemmtileg/ur og þessir eiginleikar verða til þess að þú verður hrókur alls fagnaðar í veislu sem haldin verður bráðlega. Í þessari veislu hittir þú manneskju sem þú munt bindast ævilöngum vinaböndum. Það kemur þér á óvart, því þú hittir ekki oft fólk sem skilur þig fullkomlega.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Fjármálin eru í fyrirrúmi þessa vikuna, en það er alls ekki leiðinlegt. Þig dreymir stóra drauma en nú er komið að því að taka þessa drauma úr höfðinu, setja þá niður á blað og búa til fjárhagsáætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim. Loksins verða fjármálin skemmtileg því það er fátt skemmtilegra en að láta draumana rætast.
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Þú ert að spá í að fara út í eigin rekstur en þú ert í basli með að finna hvað er svona sérstakt við þig. Af hverju ætti fólk að velja þig? Það er ágætt að velta slíku fyrir sér við og við en það er einnig mikilvægt að fara ekki gegn eigin sannfæringu – mundu það vel.
9. febrúar – Egill Ólafsson, söngvari og leikari, 67 ára
9. febrúar – Ólafur Páll Torfason „Opee“, 36 ára
11. febrúar – Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona, 33 ára
11. febrúar – Sigríður Hagalín Björnsdóttir sjónvarpskona, 46 ára
12. febrúar – Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður, 27 ára
14. febrúar – Haukur S. Magnússon tónlistarmaður, 39 ára
15. febrúar – Margeir Pétursson skákmeistari, 60 ára